Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 271
BÚNAÐARRIT.
267
Yinnum. — Mjaltak. — Vinnuk.
Sjáland: 185 kr. — 120 kr. — 100 kr.
Fjón: 190 — — 120 — — 105 —
Jótland: 205 - 118 — — 100 —
■ýflr vetrarmánuðina var kaupið þetta:
Vinnum. — Mjaltak. — Vinnuk.
Sjáland: 80 kr. 90 kr. 80 kr.
Fjón: 105 — 100 — 95 —
Jótland: 90 — —< 80 — 58 —
í sambandi við það, sem hér hefir verið tekið fra
niá geta þess, að tímaritið »I)et nye Aarhundrede«. eða
ritstjórn þess, sendi út 1905 til ýmsra manna, bænda,
húsmanna, vinnumanna og fleiri, fyrirspurnir viðvíkj-
andi kjörum vinnufólks í sveitunum í Danmörku. Fyr-
irspurnirnar voru að efni til þessar:
1. Um svefnherbergi vinnuhjúa og útbunað þeirra.
2. Um takmörkun vinnutímans í sveitunum.
3. Um viðhald húsagans.
4. Um læknishjálp lianda hjúunum í veikindum þeirra.
5. Um skyldu hjúanna til að vátryggja sig vegna
slysa.
Þessum fyrirspurnum var svarað, og svörin birt i
tímaritinu, frá 16 mönnum. — Um síðasta atriðið voru
allir sammála, að hjúin og þá einkum vinnumennirnir,
ættu að vátryggja sig fyrir slysum. Þá voru og allir
samdóma um það, að húsagann ætti að nema úr gildi.
En að því er takmörkun vinnutímans snertir, þá voru
skoðanirnar skiftar. Sumir töldu nauðsynlegt, að dag-
legur vinnutími væri ákveðinn með lögum; en öllum
kom þó saman um, að það væri meiri erflðleikum bund-
ið að framfylgja slíkri ákvörðun í sveitunum heldur en í
kaupstöðum, og álitu því nauðsynlegt, að fara gætilega
og búa eigi til strangar reglur í þessu efni, að því er
snertir þá, er stunda landbúnað. En um það voru þeír
samdóma, að takmarka þyrfti víða vinnu barna og ung-
linga, og gæta þess, að þeir fengi nægan svefn.