Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 273
BÚNAÐARRIT.
269
fari úr sveitunum í kaupstaðina. Hákon konungur
Hákonarson gaf út iagaboð um það leyti, er átti að
takmarka þennan fólksflutning, og ákvað að enginn mætti
flytja sig í kaupstað, nema hann ætti 3 merkur, er jafn-
gildir nálægt 320 kr.
Talið er að 1801 hafi í Noregi lifað á landbúnaði
83% af öllum landslýð; 1865 var talan komin niður
í 65,5%, og 1900 voru það aðeins 43,4% af lands-
búum, er lifðu á iandbúnaði. Samkvæmt þessu voru
það um síðustu aldamót ”/25 hlutar landsmanna, er
stunduðu landvinnu þar, eða tæpur helmingur þeirra.
Hinsvegar hefir þeim fjölgað mikið á siðari hluta lið-
innar aldar, er lifa þar á iðnaði, fiskiveiðum og siglingum.
Yinnufólki hefir fækkað mjög í sveitunum í Noregi,
sem sést á eftirfarandi töflu um tölu vinnuhjúa. Þar
voru af vinnufólki:
Ár: Vinnum. Vinnuk.
1845 56,596 89,234
1865 46,x04 90,933
1875 35,807 87,446
1890 28,003 75,837
1900 — 22,489 — (For alle 1905 bls. 135). 68,848
Kaup vinnuhjúa þar hefir að : maðaltali verið yfir
árið sem hér segir:
Ár: - Vinnum. Vinnuk.
1850 83 kr. 40 kr.
1870 123 — — 52 —
1890 169 — 77 —
1900 — 218 — 100 —
Daglaun karlmanna hafa verið þar auk fæðis að
meðaltali þessi:
Ár: Sumar. Vetur. Yfir árið.
1870 kr. 0,91 — kr. 0,56 — kr. 0,74
1880 — 1,12 — — 0,69 — — 0,90