Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 274
270
BÚNAÐARRIT.
1890 — 1,26 — — 0;82 — — 1,04
1900 — 1,75 — — 1,05 — — 1,40
Eftir þessu heflr þá árskaup vinnumanna hækkað
frá 1870—1900 um 90°/o, vinnukvenna um 98%, og
verkamanna um 950/°-
(Om Arbeides/orholdene i Landbruget. Forcdrag ved
Landbrugskongressen i Stokkholm 1897 og Norsk Land-
mandsbl. 1906).
Eitt af því, sem stutt heflr að fólksskortinum í
Noregi, er útflutningur fólks þaðan til Ameríku og ann-
ara landa. Hefir útflutningurinn komið tiltölulega þyngra
niður á landbúnaðinum heldur en öðrum atvinnuvegum
þar. Útflutningurinn heflr numið:
Árin : Alls. Meðalt. á
1876— 80 — 40.244 8,049
1881 — 85 — 105,654 - 21,131
1886— 90 - 80,876 16,175
1891 — 95 - 61,017 — 12,201
1896— 1900 - 33,864 6,773
1901 — 1904 — 81,000 20,250
Samanl. 402,655 eða til jafnaðar á ári í 29 ár
13,884 manns. — Af því fólki, sem fiutti burt úr Noregi
árin 1881—1895, voru að meðaltali 68,8% úr sveitun-
um en 31,2% úr kaupstöðum og bæjum. Ennfremur
skal þess gatið, að árið 1900 fóru þaðan til Ameríku
136 sjálfseignarbændur með fjölskyldur sínar; 1901 voru
þeir 190 og 1902 urðu það 252 bændur, er fluttu það-
an vestur um haf.
(Om Arbeidcsforholdcne i Landbrugel. Kria 1897,
og For alle 1904).
Sést af þessu, að sveitirnar í Noregi eða landbún-
aðurinn þar, hefir liðið geysi-mikið tjón við fólksstraum-
inn út úr landinu, enda nam fjölgun fólksins árin 1891
—1900 37% að því er bæina snertir, en aðeins 4%
í sveitunum.
Á Englandi fer fólkinu fækkandi í sveitunum, og
kaupið hækkar að sama skapi. Þar á móti lækkaði