Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 276
272
BÚNAÐARRIT.
að með lögum, að Pólverjar mættu setjast að í þýzka
rikinu sem búsettir borgarar, og hefir það dregið úr
innflutningi þeirra þangað. Nú ráðgera bændur þar að
fá fóik úr öðrum heimsálfum, og tala helzt um að fá
það frá Kína, hvað sem úr því verður.
III.
Ýmsra ráða hefir verið leitað til þess að halda
fólkinu kyrru í sveitunum og útvega landbúnaðinum
vinnukraft. Ráðstafanir þær, er gerðar hafa verið í
þessu efni, hafa gengið misjafnlega, eins og við er að
búast. og stundum misheppnast algerlega. — Skal hér
nú minst á það helzta, er gert heíir verið annarsstaðar
til þess að útvega fólk handa bændum, og geta þess
um leið, hvað reynt hefir verið hér á landi, að því er
þetta atriði snertir.
1. Að útvega fóllc frú öðrum löndum hefir verið
reynt viða, en gefist misjafnlega. Arið 1905 íengu
Danir um 5000 af verkafólki frá öðrum löndum, þar af
2000 frá Póllandi og Finnlandi. Pólverjarnir hafa verið
notaðir mest til vinnu á rófnaökrunum og til að mjalta
kýr, en reynst miðlungi vel. Meðferðin á þeim hefir
einnig verið að sögn mjög lakleg, einkum hjá stórbænd-
unum, og hefir það haft ill áhrif á þessa útlendinga.
Kaupgjaldið hefir og verið lágt, en þeir lifa einnig mjög
sparlega. Margir þeirra eru búsettir í Danmörku, en
hinir munu þó fleiri, er koma þangað að vorinu, leita
sér þar atvinnu yfir sumarið og fara svo burtu að
haustinu. En yfir höfuð fer eftirsóknin eftir þessum
Pólverjum í Danmörku rénandi, þrátt fyrir fólksleysið,
af þvi mönnum líkar ekki við þá sem skyldi. Stungið
hefir verið upp á því, að fá þangað fólk frá Rússlandi
eða jafnvel frá Kina, en eigi hefir það komist til fram-
kvæmda, og litlar iíkur til, að svo verði hvað Kínverj-
ana að minsta kosti snertir.
í Noregi hefir einnig verið um það rætt, að fá fólk