Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 277
BÚNAÐARRIT.
273
frá öðrum löndum. Árin 1866—1875 fluttu tíl Noregs
árlega 1500—1600 Svíar að meðaltali, til að leita sér
þar atvinnu. Eftir það fór þeim að fækka smátt og
smátt, en þó hélst nokkur innflutningur frá Svíþjóð
fram um síðustu aldamót. Nú ráðgerðu Norðmenn að
fá landa sína frá Vesturheimi til þess að flytja heim og
taka sér bólfestu á gömlu fósturjörðinni. En lítil von
er um, að því verði framgengt og síst þann veg, að
það verði landbúnaðinum til styrktar. Reynslan hefir
sýnt, að þeir fáu, er komið hafa aftur vestan um haf
heim til Noregs, hafa fæstir snúið sér að iandbúnaðin-
um, þó þess séu dæmi um nokkra þeirra, heldur tekið
ýmislegt annað fyrir.
Hér á landi hefir verið rætt um það, að fá hingað
fólk frá öðrum löndum og reyna með því að bæta úr
verkafólksskortinum, einkum að því er snertir landbún-
aðinn. Meira að segja, þá hafa verið samin lög um
þetta efni, og á eg liér við iögin frá 19. des. 1903, um
fólksinnflutninga til íslands. Með því lögin eru stutt,
aðeins tvær greinar, og hins vegar alleftirtéktarverð á
vissan hátt, þá get eg eigi stilt mig um að tilfæra þau
hér. Þau hljóða svo:
1. gr. Stjórninni veitist heimild til að verja úr landssjóði
alt að 5000 kr. til þess að greiða fyrir innflutningi
útlendinga til íslands, einkum frá Norðurlöndum.
2. gr. Þeim innflytjendum, er setjast viija að á iandinu
og byrja þar búskap, má stjórnin veita til eignar
og umráða ákveðna tölu dagsláttna af óræktuðu
landi á íslenzkum þjóðjörðum, sér í lagi eyðijörð-
um, samkvæmt ákveðnum reglum, sem stjórnin
sjálf setur um ræktun landsins og auglýsir fyr-
irfram.
Um mál þetta urðu nokkrar umræður í efri deild.
Flutningsmaður frumv., sem var Vallýr Guðmundsson,
tók það fram, að fólksflutningur hingað til landsins yrði
gróði í mörgu tilliti, „þvi að meðal annars mundi það
18