Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 283
BÚNAÐARRIT.
279
En til frekari skýringar skal hér bent á með fám orð-
um, hvernig þessu er háttað í nálægum löndum og
hvað gert er þar til þess að fjölga þessum hjáleigu-
bændum.
í Danmörku má svo að orði kveða, að húsmenn-
irnir séu þar sérstök stétt og allfjölmenn. Áður fyr
var það algengt, að engin lóð eða land fylgdi húsmanns-
býlunum. Húsmennirnir voru þurrabúðarmenn í strang-
asta skilningi, og unnu hjá bændurn. En eftir 1840 fór
þeim að fjölga, er tóku land tii ræktuuar, og frá 1885
—1895 fjölgaði þeim um 11,300, eða um 1130 að með-
altali á ári. Árið 1895 voru í allri Danmörku 159,147
húsmenn alls, sem höfðu land til yrkingar og afnota.
(Ophjœlpning af Husmandsbrug i Danmark. Foredrag ved
Landbrugskongressen i Stokkholm 1897).
Þegar verkafólksskorturinn til sveita í Danmörku
fór að gera vart við sig á síðasta tug liðinnar aldar,
var farið að ræða og rita um það, að hlynna að hús-
mönnunum meira en gert hafði verið fram að þeim
tíma. Töldu menn, að það gæti orðið til þess, að bæta
kjör þeirra, og um leið til að greiða fyrir þvi, að bænd-
ur gætu fengið stöðugan vinnukraft. Eftir að málið
hafði verið athugað og undirbúið, var það lagt fyrir rík-
isþingið og lög samin um þetta efni. Lög þessi eru frá
24. marz 1899 og ákveða að verja megi árlega alt að
2 miijónum kr. til lána handa verkamönnum, er stund-
að hafa sveitavinnu, til landkaupa og húsagerðar. Stærð
landsins mátti vera minst rúmar 3 vallardagsl. og ekki
yfir 13 dagsláttur að jafnaði. Lánin voru veitt gegn
veði í landinu og húsinu. Yextirnir eru 3°/» og lánið
afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en afborgast siðan á 110
árum. Lánin eru þá í rauninni veitt til 115 ára.
(Samanb. y>Lov om Tilvejebringelsc af Jordlodder for Land-
arbeidere«J. Ætlast var til, að iögin giltu fyrst um sinn
í 5 ár, og yrðu því næst endurskoðuð.
Eins og lögin voru úr garði gerð, þá miðuðu þau