Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 285
BÚNAÐARRIT.
281
sem mest land tii eignar og umráða, og rækta það
sem bezt. Húsmennirnir, bæði í Danmörku, Noregi og
víðar, stefna að því að geta lifað á sínu eigin landi eða
því sem það gefur af sér, og vera sem minst upp á aðra
komnir.
í þessu sambandi má og geta þess, að eftir skýrsl-
um frá húsmönnunum á þessum nýstofnuðu býlum, var
það nálægt lU húsmannanna, er alls ekki vann hjá
öðrum.
I Noregi voru húsmennirnir áður fyr bændanna
önnur hönd, að því er alia vinnu snerti, og gjörðu þar
garðinn frægan; en þetta hefir breyzt mikið hin siðari
ár. Tala húsmanua var þessi:
1835 — 55,213 alls
1845 — 60,070 —
1855 —, 67,396 —
1870 — 52,787 —
1890 — - 29,652 —
Um og eftir miðja síðustu öld voru húsmennirnir
flestir, en síðan hefir þeim fækkað, og er svo talið,
að frá 1875—1890 hafi þeim fækkað um 45°/o. (Om
Aj-beiderforholdene i Landbruget, Kria 1897). Húsmenn-
irnir hafa flutt sig úr sveitunum til Ameríku, í bæina og
að sjónum. Lögin um húsmenn í Noregi, frá 24. sept-
ember 1851, eru talin að hafa átt allmikinn þátt í fækk-
un húsmanna í sveitunum. Þóttu ýms ákvæði þeirra
ófrjálsleg og ganga helzt til um of nærri rétti landeig-
andans. í lögunum er og húsmönnunum gjört að skyldu
að vinna hjá landsdrottni sínum, þegar hann krefst þess,
og þótti húsmönnunum það harður kostur.
Með lögum frá 9. júní 1903, er öðluðust gildi 1.
október s. á., var ákveðið í Noregi, að efnalitlum erflð-
ismönnum mætti lána af sérstökum ræktunar- og bygg-
ingarsjóðum til landkaupa og til að byggja hús. Lán
þessi eru í rauninni tvennskonar. I fyrsta lagi má lána
einstökum mönnum, sem komnir eru til vits og ára, og