Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 286
282
BÚNAÐARRIT.
talið er að eigi, þegar alt er reiknað, ekki yfir 1500 kr.
Lánin veitast hvort heldur landið er yrkt eða óyrkt, en
lán til að kaupa fyrir óyrkt land ganga fyrir hinum.
Stærð landsins má vera 2—6'/2 dagsl., og hæst lán
3000 kr., þó þannig, að lánið til að kaupa landið fari
eigi fram úr 2000 kr. Lánin veitast gegn ábyrgð
hreppsins og veði í hinu keypta landi.
I öðru lagi má lána- sveitarfélögum eftir meðmæl-
um sýslufélaga til lands- eða jarðarkaupa handa efna-
litlum mönnum innan sveitarinnar. Landinu eða jörð-
inni er svo skift. og selt í hendur verkamönnum þeim,
er beiðst hafa landsins til yrkingar. Sveitarfélagið lán-
ar þeim til að kaupa landið og byggja hús á því, með
sörnu lánskjörum og ræktunar- og byggingasjóðurinn
lánar. En lánskjörin ern 3I/2°/o í vexti, lánið afborgun-
arlaust fyrstu 5 árin, en endurborgast svo á 42 árum.
[Lov om Arbeiderbrug og BoliglaanJ.
Norðmenn gera sér beztu vonir um árangurinn af
þessum lögum og að þau meðal annars stuðli að því,
að fólkið flytji síður úr sveitunum, af landi burt eða í
bæina og kaupstaðina.
í Sviþjóð hefir húsmönnunum eða hjáleigubændun-
um fjölgað síðari árin. Þeim fjölgaði sem hér segir:
Árin: Hjáleigubændur. Húsmenn.
1897—1899 1670 — 4998
1900—1902 3573 — 7872
Eftir þessu hefir húsmönnum, sem ekki hafa neitt
land til umráða, fjölgað meira en hinum. En nú hefir
nefnd manna, er skipuð var 1903, lagt það til, að lánað
sé af verkamannalifsábyrgðarsjóðnum alt að 10 miljónum
kr. handa verkamönnum, er vilja fá sér land til rækt-
unar og setjast að á því, með vægum kjörum. Tillög-
ur nefndarinnar urðu síðan að lögum 1904. (Tidskrift
for Landökonomi, 1904).
Á Englandí voru húsmenn og hjáleigubændur árið
1875 388,941 alls, en 1890 voru þeir orðnir 409,422