Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 288
284
BÚNAÐARRIT.
heima við býlið, og auk þess eitthvað af útislægjum og
beit fyrir skepnurnar í högunum. En ef það væri ekki,
mundu þeir verða harla fáir, er gæfu sig að hjáleigu-
búskapnum. Framtíðarvonin um efnalegt sjálfstæði hlyti
að vera mjög lítil hjá fiestum þeim, er settust að í
þurrabúð upp í sveit, jafnvel þó húskofunum fyigdu 2—4
dagsláttur. Reynslan virðist einnig hafa bent á það, að
slíkum mönnum veitist erfitt að komast áfram, og sveit-
arstjórnirnar hafa heldur amast við þeim. Þvi er það,
að flestir efnalitlu mennirnir hafa farið að sjónum í
sjálfsmensku eða í kaupstað, og þótt það álitlegra til
afkomu heldur en að setjast að í þúrrabúð í sveit.
Landslag og aðrar ástæður hlytu að ráða þvi, hvern-
ig hjáleigubóndinn hagaði sér með skepnueign sína, hvort
heldur hann hefði kýr eða kindur. Hann yrði, hvað það
snertir, að fara eftir því eða taka tillit til þess, hvar
hann væri niðurkominn. — En að öllu þessu athuguðu,
og enn fleiru, sem hér getur komið til greina, virðist
mjer auðsætt, að vor og sumar yrði lítiil tími afgangs
hjá honum til að sinna öðru eða vinna mikið annarstað-
ar. Það yrði aldrei nema dagur og dagur í senn, sem
hann gæti snúist við því. Helzt mundi hjáleigubóndinn
og kona hans hafa tíma að vetrinum til a$ vinnna hjá
öðrum, t. d. hirða skepnur, mjólka kýr o. s. frv. Sömu-
leiðis gæti það verið báðum hagur, landsdrottni og land-
seta, að vera í fólagi með ýmsa vinnu, eins og það er
yflr höfuð nauðsynlegt, í þessu fólksleysi, að bændur noti
félagsvinnu, þar sem því verður við komið.
Hinsvegar tel eg æskilegt, að eitthvað sé gert til
þess að útvega vinnumönnum, er verið hafa í sveit, og
öðrum verkamönnum, er vilja eiga með sig sjáifir og
staðfesta ráð sitt, hentugt hjáleigubýli, helzt á leigu með
erfðafestaábíið og afarvægum leigumála. Það mundi að
mínu áliti geta orðið til þess, að einhverjir notuðu sór
það, sem annars mundu hafa farið í burtu úr sveitinni
og í kaupstaðina.