Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 289
BÚNAÐARRIT.
285
Jafnvel þó eg g]'öri ráð fyrir, að með þessu sé eigi
að neinum verulegum mun bætt úr fólksskortinum í
sveitunum, þá er með því gjörð tilraun til að halda fólk-
inu kyrru og varna því, að það streymi að sjónum og
í kaupstaðina. Eg vil engu spá um það, hve mikil eða
víðtæk áhrif þetta mundi hafa, en hygg þó, að það mundi
leiða gott af sér fyrir landbúnaðinn.
Eftir fjárlögunum undanfarin ár, og eins þeim nýju,
er heimilt að lána úr viðlagasjóði þurrabúðarmönnum
utan kaupstaða til jarðræktár og húsabóta. —Lánið veit-
ist aðeins gegn ábyrgð sýslufélaga eftir tillögum hrepps-
nefnda, og eigi hærri upphæð en 400 kr. fyrir þurrabúð-
armann hvern. Lán þessi ávaxt.ast samkvæmt fjárlög-
unum fyrir næsta fjárhagstímabil með 3I/2°/o, eru af-
borgunarlaus 4 fyrstu árin og endurborgast síðan með
jöfnum afborgunum á 20 árum.
Lánsheimild þessi ætti að ná til hjáleigubænda í
sveit og vera rýmkuð þannig, að lána mætti hverjum
einstökum alt að 1000 kr. með svipuðum vöxtum og
getið er um hér að framan. Lánsfresturinn ætti einnig
að vera alt að helmingi lengri en til er tekið.
Mór skilst, að þetta, sem hér hefur verið bent á,
mundi verða að einhverju leyti til þess að halda aftur
af mönnum frá því að fara burtu úr sveitunum. í öðru
iagi miðar þetta fyrirkomulag að því, að auka ræktun
landsins, og mun enda vafalaust gera það með tímanum.
Svipuð hugmynd þessu kom fram hjá séra Magn-
úsi Bl. Jónssyni í Vallanesi fyrir nokkrum árum.
iBjarki VIII. 1903, 12—13). Lagði hann áherzlu á hjáleigu-
búskapinn, og taldi að hann mundi styðja mikið að því
að rækta upp landið.
Hjáleigubúskapurinn er í sjálfu sér afarmerkilegt
mál og þýðingarmikið fyrir land oglýð. — „Það er“, eins
og prófessor Pórh. Bjarnarson kemst að orði, „stórmerki-
legt íhugunarefni, hvað gera megi til að laða hina mörgu
og smáu til að rækta landið margfalt rneira, en þeir gera