Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 290
286
BÚNAÐARRIT.
nú, hvort heldur það er til sjávar eða sveita" [Búnaö-
arritið XIV. 1900, bls. 76).
4. Samningsvinna með hluttöku i ágóðanum eða
verðlaunum hefur verið reynd bæði í Danmörku og Nor-
egi og gefist allvel. Þessu er þannig fyrir komið, að
samið er við menn eða konur um að taka að sér ákveð-
in verk gegn hæfilegri borgun og auk þess verðlaún, ef
vel gengur, eða vissa hlutfallsupphæð, miðaða við arðinn
eða ágóðann af verkinu. Með þessu lagi hefur það lán-
ast að fá fólk, sem annars var ef til vill ófáanlegt til
að taka að sér ýms verk, ' er fyrir koma og þurfa að
gjörast á heimilunum, og verkin hafa verið betur af hendi
leyst en elia. Þannig hefur því verið varið með hirð-
ing á kúm og mjaltir, hirðing á svínum og fleira. Sem
dæmi upp á þessa verðlaunaveitingu skal eg nefna:
Bóndi í Noregi ræður vetrarmann, og borgar honum 45
kr. um mánuðinn. Honum er ætlað að vera í fjósinu
og mjólka 30 kýr. — Auk peningaborgunarinnar fær hann
ókeypis bústað, 5 potta af mjólk á dag og ýmislegt smá-
vegis fleira. En svo er samið um við hann, að hann
auk þessa alls skuli fá í verðlaun :
1. Ef engin kýr drepst....................... 10 kr.
2. Ef engin kýr missir spena.................. . 10 —
3. Fyrir hvern kálf, er fæðist heilu og höldnu, 25 au„
4. Fyrir hverja 10 potta af mjólk, sem um-
fram er ákveðna pottatölu á hverjum
degi... ................................ 5 —
5. Fyrir hverja 20 potta aukning á dag. 10 —
og svo hækkað áfram um 5 aura fyrir hverja
10 potta aukning í mjólk. (Tidskrifl for norsk
Landbrug, 1901, bls. 150).
Sumir greiða verkamönnum sínum ákveðinn hluta,
10%—20%, af hreinum ágóða þeirrar vinnu, er verka-
mennirnir hafa haft með höndum. Hvetur það flesta til
iðni og ástundunar, þegar þeir vita sig eiga hlut í ágóð-
anum af vinnunni eða afrakstri hennar. Flestir er reynt