Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 291
BÚNAÐARRIT.
287
hafa þessa aðferð, láta einnig vel af henni og telja sig
hafa haft hag af þeim viðskiftum. Þetta er og ofur-
skiljanlegt, því hluttakan í ágóðanum eykur áhuga verka-
mannsins og hvetur hann til iðni og árvekni. Ættu
bændur hér á landi að reyna þetta fyrirkomulag, þar
sem því verður komið við.
IV.
Hjer að framan hefur verið skýrt frá ýmsu, er gjört
hefur verið til þess að útvega landbúnaðinum verkafólk,
bæði hór og annarstaðar. En fæst af því hefur borið
þann árangur, er vænst var eftir, og eigi orðið að al-
mennum notum. Og tilraunir þær, er hér hafa átt sér
stað í þessu efni, hafa einnig orðið árangurslitlar þegar
öllu er á botninn hvolft. Fyrir því verður að ieita ann-
ara ráða ef vel á að fara, og skal minst á það síðar.
En fyrst er að athuga stuttlega, hvað valdið mun
hafa fólksflutningunum úr sveitunum. Orsakir hans eru
vafalaust margar og það er ef til vill erfitt að benda
á eina sérstaka orsök, er öðrum fremur hafi valdið þess-
um fólksstraum að sjónum. Sumir hafa sagt, að skemt-
anirnar í kaupstöðunum hafi dregið fóikið að sér úr
sveitunum. Aðrir hafa kent um auknu sjálfræði og meiri
frítíma, er það hefði við sjóinn. Þetta, hvað með öðru,
á að sjálfsögðu sinn þátt í breytingu þeirri, sem orðin
er í þessu efni. — En aðalástæðuna hygg eg vera þá,
að menn hafa talið sér víst, í sambandi við aukinn þil-
skipaútveg, að fá hœrra lcaup en þeir höfðn átt að
venjast i sveitunum.
Um aldamótin síðustu er þilskipaútvegurinn hér við
iand í miklum uppgangi, einkum við Faxaflóa. — Árin
1898—1902 eru og mjög góð aflaár yfirleitt, og eigi
hvað sízt á þilskip. En árin þau eru fremur erfið að
því er landbúnaðinn snertir. Þá voru hér sunnanlands
óþurkar miklir, og hey nýt.tust illa, enda þótt heyaflinn í
sjálfu sér yrði í góðu meðallagi að vöxtunum til, sök-