Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 295
BÚNAÐARRIT.
291
síðari árum. Sem dæmi þess vil eg aðeins nefna, að
á Þýzkalandi voru notaðar meðal bænda af stærri vélum.
Árin 1882 1895
Gufuplógar 836 1619
Gufu-þreskingarvélar 75690 295364
Kornskurðar- og sláttuv. 19634 35084
(Nationalökonomisk Tidskrift 1905, bls. 584).
Vinnusparnaðurinn við aukna notkun betri og full-
komnari verkfæra og vinnuvéla er víða erlendis mjög
mikill. í Noregi er hann talinn að vera frá því um
miðja siðustu öld 50—75°/«, og í Danmörku 30—45%.
í Vesturheimi (Norður-Ameríku) er þó þessi munur
enn meiri. Um 1830 þurfti sem svarar vinnu í 61
klukkustund til þess að framleiða 20 „bushels" af hveiti,
en 1859 nægði til þess aðeins 3Vz klulckustund. Þetta
hafa vélarnar gjört að verkum. Vinnusparnaðurinn við
aukna notkun verkfæra og véla neinur þar 94°/0 að
meðaltali.
í peningalegu tilliti er sparnaðurinn einnig mikill.
Er svo talið, að 1830 hafi það kostað 4 dollara að fi-am-
leiða 20 „bushels" af hveiti, en 1896 kostaði það aðeins
1,12 dollar. Nemur þessi peningasparnaður að meðal-
tali 72°/o. (Naiionalökonomisk Tidskrifl, 1905 bls. 118—119).
Sést glögt af þessu, hve mikið má spara með því að
nota góð vinnuáhöld og vélar, þar sem þeim verður
komið við.
En nú mun mér verba svarað því, að hór á landi
veröi eigi komið við stærri verkfærum eða vélum, er
flýti vinnunni og spari mansaílið. — Það er að vísu rétt,
að vér getum eigi eins og nú stendur fært oss í nyt,
sízt alment, ýmsar stærri vélar, svo sem sláttuvélar,
gufuplóga o- s. frv. En á hitt vil eg benda, að flest
nýrri verkfæri og áhöld, séu þau notuð réttilega, bæði
létta vinnu og flýta henni. Hvað sláttuvélar snertir, þá
eru þær nú að útbreiðast, og verða vafalaust með tím-
anum miklu útbreiddari en menn gjöra sér nú í hug-