Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 296
292
BÚNAÐARRIT.
arlund. — Síðustu 3 árin, 1905—1907, hafa verið út-
vegaðar hingað til landsins og keyptar 33 sláttuvélar, þar
af síðast liðið sumar rúmar 20, og auk þess 2 rakstrar-
vólar. Þessar vélar kosta samtals nálægt 6,500 kr.
Það er engum efa undirorpið, að bændur geta, með
því að útvega sér góð og hentug verkfæri og láta hest-
ana draga þau, lótt mikið vinnuna og sparað manns-
aflið. I mínum augum er aðalatriðið það, að menn
kunni að nota þessi verkfœri og beita þeim. En kunn-
áttunnar í þessu efni verða menn að afla sér, og gjöra
það heizt meðan þeir eru ungir.
Jafnframt þvi, sem bændur þurfa að eignast betri
og fullkomnari áhöld, en þau gjörast nú alment, þá
verða þeir einnig að breyta ýmsum gömlum búskapar-
verijum, er hafa í för með sér óþarfa erfiði og slit.
Menn verða að haga búskapnum þannig, að rekstur hans
útheimli sem minsta vinmi o<j fœst fólk. Og sveita-
búskapurinn, hér sunnanlands að minsta kosti, heflr á
síðustu árum breyzt nokkuð til batnaðar í þessu efni.
Það hefir með öðrum orðum verið gjört ýmislegt til
umbóta, sem hefir verkalétti og vinnusparnað í för
með sér. Þessu til skýringar skal eg nefna túnaslétt-
urnar, girðingarnar, heghlöðurnar, sem þotið hafa
upp hér syðra síðustu árin, fjárhúsci-sambgggingar með
lieghlöðum við, járnþökin ásamt vandaðri frágangi á
húsunum að öðru leyti o. s. frv.
Það er fróðlegt í þessu sambandi að geta þess, að
samkvæmt Landsliagsskýrslunum fluttist til landsins
af þakjárni:
Árin 1903 1904 1905
fyrir 160,206 kr. 169,263 kr. 269,462 kr.
— Gaddavír fluttist til landsins 1905 fyrir nálægt 6000 kr.
Af verkfærum og áhöldum, sem útveguð hafa verið
seinni árin og flýta vinnunni, vil eg nefna skozku Ijá-
ina, skilvindurnar, taðvélarnar og slóðann, hey-ýtur, hjól-
börur, sleða o. s. frv.