Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 301
BÚNAÐARRIT.
297
ókunna stigu og helzt að íara í kaupstað í von um, að
fá þar hærra kaup og meira frjálsræði en það þykist
hafa haft í sveitinni. Hinsvegar er það kunnugt, að
meðferð á hjúum til sveita er víðast hvar orðin góð,
og allur viðurgjörningur við þau óaðflnnanlegur.
En þetta virðist htil eða engin áhríf hafa alment á
hjúahaldið. Það er að vísu kunnugt um sum heimili
eða húsbændur, að þau eru sérstaklega hjúasæl og hafa
einlægt nóg fólk. En þessi heimili eru tiltölulega fá,
því miður. Hitt er víst, að á slíkum heimilum kunna
hjúin vel við sig og líður vel. Og ástæðan til þess er
tíðast sú, að þau njóta meira frjálsræðis en almentgjör-
ist og eiga gott atlæti. Það fylgir og, að kaupið er
þeim goldið skilvíslega og eins og um var samið.
Stungið hefir verið upp á því í blaðagreinum og
víðar, að nauðsynlegt væri að auka skemtanirnar í sveit-
unum og stytta vinnutímann, til þess að halda fólkinu
kyrru. Ég vil eigi bera á móti því, að þetta kunni að
geta haft sín áhrif. — En það sem ég í þessu sambandi
vil minna á er þetta:
1. Að öll vinna og vinnutími sé reglúbundið eftir
því sem hægt er, og þar sem því verður við
komið.
2. Að vinnutíminn sé hæfllega langur, og að fólk-
ið megi r-áða sér sjálft að lokinni vinnunni.
3. Að hjúunum sé - sýnd tilhlýðileg virðing í allri
umgengni og gott viðmót.
4. Að kaupið sé borgað eins og um hefir verið
samið, og að þeim hjúum, sem skara fram úr
í dugnaði og trúmensku, sé vottað það á einn
eður annan hátt.
5. Að haft sé um hönd á heimilunum lestur þeirra
blaða og bóka, er veita alþýðlegan fróðleik og
skemtun.
Loks vil ég benda á þá nauðsyn, að breytt sé svo
við hina ungu, uppvaxandi kynslóð, að hún megi fram-