Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 305
BÚNAÐARRIT.
301
ræktin mun taka miklum framförum, þá er komið er
lag á kjötverkunina og kjötsöluna og bændur fá meira
fyrir sauðfé sitt.
II.
Þau sláturhús, sem eru einungis ætluð til sauðfjár-
slátrunar, þurfa alls eigi að vera dýr, enda er það bezt
að mikið fé sé eigi bundið í þeim, þar sem þau eru
að eins notuð á haustin. En hins vegar er það ijóst,
að þau borga sig mjög skjótt, og að garnirnar úr sauð-
fénu geta endurgoldið þau á örfáum árum, eins og eg
veit að mörgum bændum mun nú vera orðið kunnugt.
Það ríður á að nota alt og gjöra hvern hiuta af
sauðkindinni sem verðmætastan. Ekkert má fara til
ónýtis. í þeim sláturhúsum, sem eru vel út búin með
öll áhöld, fer eigi heldur neitt forgörðum. Úr blóðinu
er t. a. m. búið til fóður, blóðmjöl, ef það er eigi notað
í blóðmör; en það er erfitt að fóðra með því, og greinir
menn í öðrum löndum því enn á um það, hvernig hag-
anlegast sé að nota blóðið. í stórum sláturhúsum eru
reykingarhús, pylsugerðarhús og hvað eina, sem þarf til
þess að nota alt af sláturpeningnum. Svo verður slátur-
hús Suðurlands í Reykjavík úr garði gert, þá er það er
fullgjört, en annarsstaðar á íslandi er eigi hægt, enn
sem komið er, að hafa svo fullkomið sláturhús, því að
hvergi geta eins mörg og mikil héruð sameinað sig um
einn kaupstað sem um Reykjavík. Eins og ástatt er á
íslandi, er þvi haganlegast að reisa annarsstaðar smá
sláturhús, sem eingöngu eru ætluð til sauðfjárslátrunar.
Þau borga sig bezt, þótt eigi verði hægt að framleiða
í þeim eins margar vörutegundir eins og í sláturhúsinu
í Reykjavík.
í fyrra vetur voru Skagftrði.ngar að tala um að
reisa sláturhús í sumar. Til leiðbeiningar fyrir þá
lét eg gjöra uppdrátt af sauðfjárslát.urhúsi handa þeim.