Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 309
BÚNAÐARRIT.
305
ingsbjálkar þurfa aö jvera á nokkrum stöðum í miöju
húsinu, ef það er bindingsverk, til þess að gjöra það
traust og það gliðni eigi í sundur. Hinar skástífurnar
eru til þess að styrkja sperrurnar.
III.
í sumum hlutum landsins er landslaginu og bygð
svo farið, að náttúran segir til sjálf, hvar bezt sé að
reisa sláturhús. Um það getur enginn verulegur ágrein-
•ngur verið, að bezt sé fyrir Þingeyinga að reisa slátur-
hús á Húsavík, Eyfirðinga á Akureyri og Sunnlend-
inga í Reykjavík, eins og þeir hafa allir gjört. Fyr-
ir Skagfirðinga er einnig eflaust bezt að reisa sláturhús
áSauðárkrók og ætla þeir að gjöra það að sumri.
Einnig ætla I-Iúnvetningar að reisa sláturhús næsta sum-
ar á Ilvammstanga; þykir þar töluvert skárri höfn
en á Blönduós, þar sem skipin liggja algjörlega fyrir
opnu hafi, en sandrif er fyrir iandi, svo ófært er að af-
ferma þau eða ferma í norðanátt og í vestanátt.
Enn þarf að líkindum eitt sláturhús á norðurströnd
landsins og er það á Borðeyri fyrir Strandamenn og
aðra, er eiga þar kaupskap. Dalamenn eiga líklega hæg-
ast með að selja þar sauðfónað sinn, því að líklega
verður hagfeldara fyrir þá, að sameina sig við Hrútfirð-
inga og aðra, er geta sótt til Borðeyrar, um sláturhús,
en að reisa sláturhús sjálrtr. Sigling er enn svo iítil og
erfið inn Hvammsfjörð, að eigi virðist ráðiegt að reisa
þar sláturhús. Annars er við mikla erfiðleika að eiga
í þessu tilliti á Yestfjörðum og öllum norðvesturhluta
landsins, þar sem bygðir eru svo litlar, dreifar og sund-
urlausar. Þar verður svo erfitt eða alveg ómögulegt
fyrir nægilega marga bændur, að geta náð höndum
saman til þess að reisa sláturhús.
Þá er menn íhuga það, hve mörg sameignarsiátur-
hús skuli reisa á íslandi, verður að athuga tvent:
20