Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 310
306
BTJNAÐARMT.
1. Að eigi verður sauðfé rekið tli slátrunar marg-
ar dagleiðir án þess að það rýrni að nriklum mun, og
2. að eigi má hins vegar reisa sláturhús á of mörg-
um stöðum, ef á að koma kjötinu greiðlega til útlanda.
Menn verða að þræða meðalveg milli þessa tvenns. Því
betur sem íslendingum t.ekst að koma sauðfé sínu
á sem fæsta staði til slátrunar, því auðveldara verður
að koma kjötinu skjótt og í sem beztu ástandi á mark-
aði eriendis.
Eins og öllum er Ijóst, þarf að slátra allmörgu
sauðfé á einum og sama stað, ef það á að geta borið
sig að reisa sláturhús til þess. Þess vegna eru hinar
fámennu og afskektu sveitir víðs vegar um landið illa
settar í þessu máli, en þær hafa þó hag af því á ýmsan
hátt, ef hagur manna í öðrum sveitum landsins batnar.
Og þótt sumar þeirra, svo sem sumar sveitir á Yest-
fjörðum, eða í Skaftafellssýslu og í Norður-Þingeyjarsýslu,
geti eigi náð í sláturhús, geta menn þar þó iært betri
og hreinlegri slátrunaraðferð. Við það vex sauðakjöt
þeirra í verði. Einnig hafa bændur á Vestfjörðum til-
tölulega mikinn markað fyrir sauðfé á ísafirði og í ýms-
um kauptúnum og fiskiverum.
Snæfellingar og aðrir bændur, sem hægt eiga með
að ná til Stykkishólms, ættu að stofna til samvinnu-
félags, til þess að reisa sameignarsláturhús í Stykkis-
hólmi. Þá þurfa Mýramenn að líkindum að reisa slát-
urhús í Borgarnesi. Það er langt fyrir þá að reka
fé til Reykjavíkur, en þeir geta þó verið í félagi við
Sunnlendinga fyrir því, eins og sumir þeirra eru.
A Austurlandi greina fjöll og firnindi bygðina víða
í sundur, og er þar víða við erfiðleika míkla að eiga.
Það getur þó varla verið nokkur efi á því, að þeir sem
geta náð til Vopnafjarðar eiga allir að stofna sam-
vinnufélag sín á milli og reisa þar sláturhús. Um þenn-
an kaupstað mun varla verða mikill ágreiningur á með-
al bænda, sem þangað sækja, enda þótt höfnin sé þar