Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 313
BÚNAÐARRIT.
309
meðan þeir eru í ferðinni, nema á meðan þeir eru á
Húsavík greiða íslendingar þeim 25 kr. á viku í kaup.
Fyrir útgjöld hans lofaði eg að útvega honum garnirnar
úr sauðfé því, sem slátrað væri; en slátrararnir áttu að
kenna íslendingum að hreinsa garnir. Af því að stór-
kaupmaður Jón Jóhannesson ber góðvild til föðurlands
síns, tók hann þessu rnjög vel, þótt engin von væri um,
að það mundi borga sig fyrir hann, og sendi eigi að
eins menn til Húsavíkur, heldur einnig til Borðeyrar í
sönru erindum.
Aftalað er, að Skagfirðingar fari eins að að sumri,
er þeir hafa reist sláturhús, enda hafði eg upphaflega
fengið menn þessa handa þeim.
Aðalvaran, sem öll sláturhúsin framleiða, er s a 11-
kjötið, og er eigi litils virði, að það só gott og vandað.
En það er eigi nóg, að þau framleiði gott saltkjöt; þau
ættu einnig öll, að minsta kosti þau, sem næst eru út-
lendum markaði, að geta selt nýtt kjöt, og reykt
kjöt eða hangikjöt má senda til útlanda frá fjærstu
kaupstöðum landsins, sem hinum næstu.
Nýtt kjöt verður að vísu fyrst hægt að flytja til
annara landa, bá er kælirúm fæst í skipum þeim, er
ganga landa í milli. Er vonandi að þess verði eigi langt
að bíða. — Það er stór-nauðsyn orðin á, að skipin séu
með kælirúmum, bæði sökum smjörsölunnar og kjötsöl-
unnar, enda er landstjórnin að reyna að ráða bót á þessu.
Að reykja kjöt og selja það hangið til útlanda,
er einnig þýðingarmikið, og getur orðið arðvænlegt, ef
rétt er að farið og einungis selt gott hangikjöt, fagurt
að útliti og ljúffengt á bragðið.
Margir kjötkaupmenn í Kaupmannahöfn og víðar
reykja íslenzkt saltkjöt, nærri þó eingöngu læri, og selja
þau síðan. En þesskonar hangikjöt verður aldrei nærri
eins gott og það á að vera og getur verið, ef það er
reykt á íslandi. Það hefur legið alt of lengi í sterkum