Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 314
310
BÚNAÐARRIT.
saltpækli og er orðið o£ salt og of hart, áður en kjöt-
salar í Kaupmannahöfn hafa fengið það.
í svinasláturhúsunum í Danmörku eru búin til
»bacon«. úr svínsföllum og seld til Englands. Svíns-
kropparnir eru klofnir eftir miðju brjósti . og hrygg, og
hver síða er skorin fallega til, svo að ein verður annari
lík. Síðan er það saltað dálítið. Svona gjörðar heiiar
svínssíður kalla Englendingar „bacon“ (framber (be’íkn),
Englendingar reykja þær í heilu lagi, og þykja dönsk
„bacon“ einhver hinn ijúffengasti kjötmatur á Englandi,
því að Danir kunna manna bezt að ala svínin þannig, að
þau verða eigi of feit, heldur skiftist á fita og megurð.
Það mætti eflaust gera reykt sauðarlærí og
ef til vill sauðarsíður að ágætri verzlunarvöru, ef þau
eru fallega hirt, söltuð hæfilega og reykt rótt á eftir, er
þau hafa dregið dáiítið salt í sig. Yerður að varast þaðj
að láta kjötið liggja of lengi í salti, áður en það er
reykt. Þá er kjötið er orðið vel reykt, er hægt að
geyma það í söxuðum hálmi, og getur það haldist ó-
skemt alt árið. Er það mikilsvert erlendis, þar sem hit-
ar eru allmiklir, að geta haft gott hangikjöt á sumrum
til þess að borða á brauði. — En það á auðvitað eigi
saman nema nafnið, hvernig hangikjötið er.
Það er mjög áriðandi, að allar umbúðir séu snotrar
Og hreinar. Kjötið er oft dæmt eftir þeim.
V.
Þá verður að minnast á söluna á saltkjötinu, eins
og hún er nú, og eins og hún ætti að vera.
Það er leitt að sjá það, að íslendingar fara þannig
að ráði sínu í haust, að þeir eyðileggja saltkjötssöluna
töluvert sjálfir fyrir sjer. Samfólag danskra sameignar-
kaupfólaga kaupir rúmlega helmingi meira kjöt í ár, en
í fyrra, eða urn 1000 tunnur. Það borgaði tunnuna
með 65 kr. í fyrra og ætlar að gjöra eins í vetur, ef