Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 316
312
BÚNAÐARRIT.
„sortéra" vel alt kjötið og borga það eítir gæðum. Þetta
þarf að gjöra um alt land. En síðan verður að hafa
vörumerki, innrituð eða löghelguð vörumerki fyrir
hverja tegund, svo að kaupendur viti, hvernig
kjötið er með hverju vörumerki. Ef þetta verður gjört,
þá mun þetta lagast skjótt. Og ef menn vilja eigi al-
ment taka þetta upp, þá munu þau sláturhús, sem gjöra
þetta, skjótt þekkjast úr og fá gott orð á vöru sína.
Þót.t alt þetta sje mjög einfalt mál, er þó erfitt að
koma þessu á, og veldur því mjög gamall vani. Menn
eru á íslandi alt of vanir að svíkja í verzlunarviðskift-
um — það er sorglegt, en það er satt — og eiga erfitt
með að venja sig af því. Verzlunin hefir lengi verið
svo á íslandi, að menn hafa vanist á það. Það er eigi
langt síðan, að merkur maður einn af Norðurlandi sagði
mér, svo eg nefni eitt dæmi, hvernig menn hefðu útbú-
ið saltkjötið á Akureyri. Tunnurnar hefðu þeir fylt með
kjöti af gamalám og svo látið ofan á eða við báða botn-
ana kjöt af vænum kindum! Hvernig á þetta að bless-
ast? Alt slíkt eiga sameignarsláturhúsin að afnema.
Þótt eg fari eigi fleiri orðum um þetta, verð eg þó
að minnast á v i g t i n a i kjöttunnunum. Það eiga að
vera 224 pund í hverri tunnu. En því miður er eigi
einu sinni hægt að reiða sig á það í haust. Sumir ís-
lendingar eru áreiðanlegir og ráðvandir og vega 224
pund niður í hverja tunnu, en sumir eru það eigi. Þeir
þekkjast úr. Það verður hægt að nafngreina þá, ef þeir
vilja eigi bæta ráð sitt.
Menn vita það, sem við saltkjötsverzlun fást, að
fyrst léttist kjötið dálítið, en svo, er það hefur legið
nokkra hríð í saiti, um sex vikur, og drukkið saltlöginn
í sig, þá þyngist það. Þessa þyngd viija sumir íslend-
ingar ná í þegar.
Af því að eigi má reiða sig algjörlega á vigtina í kjöt-
tunnunum frá Islandi, eru þær eigi seldar þegar. Þeir
feðgar Sigurður og Jón Jóhannesson láta flytja þær