Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 317
BÚNAÐARRIT.
313
heira í hús sin og vega kjötið upp úr þeim, svo að eigi
verði hægt að ásaka þá fyrir vanhöld. Þetta er mikil
fyrirhöfn, sem hefði mátt spara, ef íslendingar væru
lengra á veg komnir. í sumum tunnunum hafa verið
að eins 190 pund og nokkuð þar yfir, en sumum 210
pd. í sumum hafa verið 228, og hafa verið vegin 224
pd. niður í þær tunnur.
Menn geta reitt sig á það, að þeir fá enga borgun
fyrir þau kjötpund, sem aldrei hafa í tunnurnar komið..
Það er alvara sumra manna, að afnema óráðvendni í
viðskiptum.
En það er eigi skemtilegt að reka sig á þetta, þá
er maður er að tala máli landa sinna í öðru landi.
Einnig er kjötið frá mörgum svo illa greint í sund-
ur eftir gæðum og tegund, að taka verður upp úr tunn-
unum af þeirri ástæðu og „sortéra11 kjötið. —
Eg vík aftur að kjötsölunni.
Það er augljóst, að samfélag danskra sameignar-
kaupfélaga, sem bezt hefur borgað sauðakjöt frá íslandi,
heflr eigi þörf fyrir nærri alt, eigi nema fyrir minni hlut-
ann af kjöti tví, sem út verður flutt. Þótt markaður
þess vaxi mikið árlega, má eigi vænta þess. Ank þess
er líklegt, að það kaupi að eins kjöt frá sameignarslát-
urhúsum, þá er þau fjölga. Það verður því að selja
mikið kjöt öðrum en Samfjelaginu, og er langbezt, að'
e i n n m a ð u r fái alt það kjöt, sem flutt er til Dan-
merkur. Hann verður að gjöra það kunna kaupvöru i
útlöndum, bjóða það smákjötsölunum og koma því á
matborð manna. Hann verður að vera, að þvi leyti,
sem fulltrúi sláturhúsanna og annara íslendinga, sem
kjöt selja í Danmörku.
Tii þess að framkvæma þetta þekki eg engan betri
en þá feðga Sigurð og Jón Johannesson (Höj-
hroplads 13. Kaupmannahöfn). Þeir eru báðir mjög
duglegir menn og áreiðanlegir og hafa viðskifti við kjöt-
sala víðsvegar. Jafnframt hafa þeir áhuga á málinu og