Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 321
BÚNAÐARRIT.
317
er einnig Finnur Ólafsson, sem hefir mikinn áhuga
á verzlunarmálum Islands.
Þá eru einnig nokkur likindi til að megi fá nokk-
urn markað fyrir íslenzkt sauðakjöt á Hollandi og í
B e 1 g í u.
Nú sem stendur er íslenzkt kjöt. að falla í verði, og
er það sem sagt mikið íslendingum sjálfum að kenna. En
í raun réttri er útlitið fyrir kjötsöluna eigi ilt, ef íslend-
ingar fara rétt að ráði sínu, því að peningavandræðin
batna. íslendingar mega sizt af öllu láta hugfallast, þótt
eigi takist vel fyrir þeim í ár. Þeim verður að skiljast
það, að þeir mega eigi liafa hér milligöngumenn, sem
alls ekkert gagn geta gjört, en einungis hlýzt af mikið
tjón, af því þeir eru fjarverandi. Þeim verður öllum að
lærast það að senda kjöt sitt, er þeir senda til Dan-
merkur, beint til Samfélagsins og Sigurðar Jóhannesson-
ar. Þeir verða að taka upp vörumerki fyrir hverja teg-
und og hafa nákvæmt eftirlit með því, að kjötið sé
vandað og rétt af hendi látið.
Ef það er gjört, sem hér er bent á, munu þeir
bændur, sem nú eru ungir eða jafnvel á miðjum aldri,
lifa það, að íslendingar fái til samans einni miljón
kr. á ári meira fyrir sauðfjárafurðir, en
tíðkast hefir að undanförnu.
Það bregzt eigi að sameignarsláturhúsin munu veita
bændum bæði „fé og frama“.
Kaupmannahöfn, í nóvember 1907.
Bogi Th.Melsted.
Viðauki.
Eftir að þetta er ritað hefi eg frétt, að sláturhús
Þingeyinga á Húsavík hafi eigi kostað nema rúm 2000
kr. Við það vantar fjárhús. Svo miklu betra þótti Hús
víkingum að slátra í því en úti, að þeir fengust varla