Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 323
Fáein orð
um
vatnsleiðslu á sveitabæ.
Eftir
Árna bónda Porsteinsson á Brennistöðum.
Það vita allir, að eitt af lífsskiiyrðum mannanna
er vatnið, og afleiðingin af því, hve örðugt er að ná til
vatnsbólanna, er sú, að vatnið er sparað, en þeim sparn-
aði fylgir alt of oft óþrifnaður, því þó vatnseyðsla sé
ekki fyllilega áreiðanlegur mælikvarði fyrir þrifnaði, —
því vel má hagtæra vatni vel og illa — þá hlýtur þó
hvert það heimili, þar sem þrifnaður er i góðu lagi, að
þurfa mikið vatn.
Það liggur í augum irppi, ad vatnsleiðsla, sem er í
nokkru lagi, hlýtur að hafa það í för með sér, að auk
hægðarinnar verði vatnið mikið hreinna heldur en þar
sem verður að ausa því upp með ílátum, svo vatnið
sjálft við hreifinguna þvær innan alla veggi vatnsbólsins.
Þar að auki freistast margur til að nota vatn úr óþverra-
hoium, sem eru í grend við bæi þeirra, af því að erfitt
er að ná til vatnsbólanna.
Stöku bændur eru nú farnir að leiða vatn í bæi
sína, jafnvel einstöku í íjós, svo sem Magnús bóndi og
búfræðingur Friðriksson á Staðarfelli í Dalasýslu, en þeir
hafa því miður ekki, það eg veit, gefið neinar leiðbein-
ingar vatnsleiðslu viðvíkjandi, eða hvatt verulega aðra
bændur til þessara mjög nauðsynlegu híbýlabóta.
Auðvitað er víða mjög kostnaðarsamt að gera
vatnsleiðslu, þar sem ekki næst vatn nálægt, eða þar
sem yfirborð þess er mikið lægra en gólfflötur húss
þess, er leiða skal vatnið í, svo fyrir þá skuld þarf afl-