Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 326
Flóa-áveitan.
Samkvæmt ályktun stjórnar Landsbúnaðarfélagsins,
25. september þ. á., ferðaðist eg undirritaður um Árnes-
sýslu í októbermánuði og hélt þá fundi í öllum Flóa-
hreppunum, til þess að ræða um áveituna úr Hvítá yfir
Flóann.
Umræðurnar á fundunum snerust aðaliega um kostn-
aðinn við áveituna, og hver ráð væru líklegust, til þess
að útvega fé til fyrirtækisins með vægum kjörum.
Gjört var ráð fyrir því, eða vonast eftir, að landssjóður
mundi á sínum tíma styrkja þetta fyrirtæki að ein-
hverju leyti, t. d. með Yo af kostnaðarupphæðinni.
Töldu menn slika styrkveitingu sanngjarna, og það því
fremur, sem gjöra mætti ráð fyrir auknum tekjum til
landssjóðs af áveitusvæðinu, þegar áveitan væri komin í
kring. Að öðru leyti væntu menn þess og töldu það
æskilegast, að landssjóður útvegaði féð að láni gegn
sinni eigin ábyrgð, en að greiðsla lánsins frá hálfu hlut-
aðeiganda væri trygð með lögum frá þinginu og inni-
falin í skattgreiðslu til landssjóðs af öllum þeim jörðum,
er not hafa af áveitunni. Lánið ætti að veitast til langs
tíma, t. d. 40—50 ára að minsta kosti, og helzt þannig,
að þeir sem lánsins njóta þurfi eigi að svara vöxtum
af því eða greiða afborgun, meðan verkið er framkvæmt.
I sambandi við jþetta var það álit manna, að lands-
stjórnin ætti að sjá um framkvæmd verksins og annast
um alt, er þar að lýtur.
Þá var gjört ráð fyrir þvi, að meta þyrfti upp allar
jarðirnar á áveitusvæðinu, og leggja þar til grundvallar
notin, sem hver einstök jörð getur haft af áveitunni. —
Jarðirnar á þessu svæði eru mjög misjafnlega ásigkomn-