Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 327
BÚNAÐARRIT.
323
ar, að því er snertir áveituna. Sumar þeirra geta náð
vatni yfir meginhluta þess lands, er jörðinni fylgir,
en aðrar þar á móti ekki nema á litinn hluta af land-
areigninni. Afleiðingin af þessu virðist því vera sú, að
jarðirnar þurfi að meta upp, og eftir því mati yrði svo
farið, þegar til þess kemur, að jafna niður skattgreiðsl-
unni út af lántökunni til áveitunnar.
Hvað snertir þá uppástungu verkfræðings Thalbitser,
að bændur á áveitusvæðinu selji landssjóði einhvern
hluta af jörðum sínum fyrir það verð, sem á þeim er
nú, þá tóku flestir dauft í það, og sumir voru því frá-
hverfir með öllu. Kváðust heldur mundu viJja taka að
sói', að greiða álögur og kvaðir þær, er áveitan kynni
að hafa í för með sér.
Þá var minst á sambandið milli jarðeiganda og
leiguliða, er áveitan væri komin á, og var álit manna
það, að skilmálar þeir, sem nú gilda milli jarðeiganda
og landseta þeirra, hlyti að breytast. Yar það ósk
manna, að lagaákvæði yrðu sett þar að lútandi.
Á öllum fundunum kom fram tillaga um, að áveitu-
málinu yrði haldið áfram og undirbúið sem bezt fyrir
næsta alþingi. — Aðaltillagan er þessi:
Fundirnir álitu áveituna yfir Flóann afar-þýð-
ingarmikla fyrir áveitusvæðið, héraðið og landið
alt í heild sinni, og skora á Búnaðarfélag ís-
lands, að undirbúa málið sem bezt fyrir næsta
aiþingi.
Að endingu birtist hér slajrsla um sjálfsábúð, leigu-
ábúð o. s. frv. á jörðunum í Flóanum árið 1906. Skýrsl-
an lítur þannig út: