Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 349
13
grein fyrir munnlega, finst nefndinni eigi ástæða
til, að búnaðarþingið geri neinar ályktanir því at-
riði viðvíkjandi.
2. Útflutning hrossa. Nefndinni virðist nauðsynlegt,
að sporna við því, að flutt sé á útlendan markað
hross, sem auðsælega spilla markaðinum fyrir ald-
urs sakir eða útlits, og álítur nauðsynlegt, að trygg-
ingar væri settar fyrir góðri meðferð hrossa á út-
flutningi. En nefndin telur hæpið, að þessu verði
heppilega til leiðar komið með föstum lagaskorð-
um, heldur einkum með lögskipuðu eftirliti til-
kvaddra manna. Leggur hún því til, að búnaðar-
þingið samþykki þannnig oi ðaða tillögu:
Búnaðarþingið skorar á alþingi, að taka til
sérstakrar íhugunar útflutning hrossa og skipa
fyrir um eftirlit með þeim útflutningi, er tryggi
eftir föngum góða meðferð á hrossunum, og að
eigi sé send út hross, sem fyrir aldurs sakir eða
útlits spilla fyrir þeim markaði.
3. Útflutning saltkjöts. í því máli telur nefndin
mestu varða nú, að komið sé á góðri og hrein-
iegri slátrunaraðferð, og að trygging sé fyrir réttri
og samræmiiegri meðferð útflutta kjötsins. Að
þessu vill nefndin að Búnaðarfélagið styrki og legg-
ur til, að búnaðarþingið samþykki þannig hljóð-
andi ályktun:
Búnaðarþingið skorar á stjórn fjelagsins að
hlutast til um, að völ sé á góðum slátrurum,
sem víðast þar sem kjöt er útflutt, og að sam-
vinna komist á í því, að tryggja gæði vörunnar
og samræmi.
4. Verzlunarermdreki erlendis. Eins og gerð verður
grein fyrir munnlega, virðist nefndinni miklu varða
fyrir gengi íslenzkra aíuiða á erlendum markaði,
að þar sé hæfur maður af iandsins hálfu til þess
að afla upplýsinga og veita stuðning og uppiýsingar