Búnaðarrit - 01.06.1919, Blaðsíða 24
BÚNAÐARBIT
Aðalfundur
Búnaðarfjelags íslands var haldinn í Iðnaðarmannahús-
inu í Beykjavík laugardaginn 17. maí 1919 kl. 5 síðd.
Forseti setti íundinn, las reikning fjelagsins með at-
hugasemdum og efnah&gsyfirliti. — Eignir fjelagsins í
árslok 1918 voru kr. 85019,76. Eigna-auki á árinu var
kr. 3230,60, er stafar af því, að styrkur til jarðræktar-
fyrirtækja hefir orðið með minsta móti, að beiðnir um
styrki til girðinga fyrir kynbótagripi komu engar, að
búnaðarfræðslumót hafa íallið niður sakir matvöru-
skömtunarinnar og annara erfiðleika, og að mjólkur-
meðferðarkenslan á Hvítárvöllum hefir fallið niður í vetur.
Þá skýrði forseti frá starfsemi fjelagsins á liðnu ári.
Um störf þess næsta ár, kvað hann ekkert unt að
segja að svo stöddu, með því að það veltur á fjárveit-
ingavaidinu, hvort ríkissjóðstillagið til Búnaðarfjelagsins
hækkar eða ekki. Ef tillagið stendur í stað, liljóta fram-
kvæmdir fjelagsins að þverra, sakir peningaverðfallsins.
En annars liggja fyrir álitsgerðir frá búnaðarþinginu
um fjölgun ráðunauta, þannig að sjerstakur ráðunautur
sje fyrir hverja tegund kvikfjenaðarins, hross, nautpen-
ing og sauðfje; ennfremur sjerstakur fóðurjurtatilrauna-
maður, sjerstakur vatnsveitingafræðingur, og loks að
sjerstakur maður sje fenginn til að leiðbeina við kaup á
verkfærum og annast tilraunir með ný verkfæri.
Munu fæstir efa, að það sje rjetta leiðin, að fá sjer-
fróða menn til þess að leggja á ráðin, og hafa á hendi
framkvæmdir fjelagsins til viðreisnar og umbóta á land-