Búnaðarrit - 01.06.1919, Blaðsíða 39
BÚNAÐARRIT
149
2. f u n d u r.
Fimtudaginn 3. júlí.
Fram voru lögð þessi skjöl:
1. Erindi frá Fundafjelagi Borgarfjarðar um kaup og
reynslu á skurðplógi; vísað til jarðræktarnefndar.
2. Frá Ragnari Ásgeirssyni garðfræðing, umsókn um
styrk til að kynna sjer garðyrkju, sjerstaklega mat-
jurtarækt; vísað til jarðræktarnefndar.
3. Frá Jóni H. Þorbergssyni, um kaup og innflutning
á útlendu sauðfje; vísað til búfjárræktarnefndar.
4. Stefán Stefánsson lagði fram aðalfundargerð Rækt-
unarfjelags Norðurlands 20. f. m. Tillögur þær, sem
þar er beint til búnaðarþingsins takist til athugunar
þannig:
a. um aukinn styrk til fjelagsins; vísað til fjái-
hagsnefndar,
b. um vinnuvjelar og verkfæri; vísað til jarðræktar-
nefndar,
c. að meiri áhersla sje lögð á það en verið hefir,
að afla innlendrar búnaðarreynslu; vísað til bú-
fjárræktarnefndar og jarðræktarnefndar,
d. um undirbúning verklegra framkvæmda; vísað
til sömu nefnda,
e. um fóðurbætis- og áburðar-kaupfjelög; vísað til
fóðurbirgðanefndar,
f. um endurskoðun gildandi forðagæslulaga; vísað
til sömu nefndar,
g. um búfjártryggingar; vísað til búfjárræktar-
nefndar,
h. um raflýsing og rafhitun; vísað til jarðræktar-
nefndar,
i. um vinnulaun; vísað til jarðræktarnefndar.
5. Tilboð frá Einari Helgasyni um kaup á erfðafestu-
landi til viðbótar við land gróðrarstöðvarinnar. Enn-
fremur ósk um að fá keyptan blett úr landi gróðrar-