Búnaðarrit - 01.06.1919, Blaðsíða 56
166
BIÍNAÐARRIT
mætti þá lækka tillögin aftur, er útgáfukostnaðurinn minkaði.
En nú er hjer um æfitillag að ræða, og mundi hækkunin valda
miklu misrjetti innan fjelags, þar sem þeir um 1600 tjelaga,
sem nú eru, mundu fá Búnaðarritið áfram með sömu kostum
og áður, og þeir, sem greiddu hærra tillagið, yrðu í mörg ár
að eins fáir í samanburði við hina. í annan stað teljum við
það meira vert, að sem flestir lesi Búnaðarritið, heldur en hitt,
að fjelagið fái kostnað sinn við það að sem mestu greiddan,
enda óvíst, að nokkuð áynnist í þá átt með tillagshækkuninni,
því að hætt er við, að hún drægi úr inngöngu manna í fje-
lagið, a. m. k. fyrst um sinn.
Við getum því ekki mælt með tillagahækkun að svo komnu.
4. Um forkanpsrjett hreppaað jörðum. Frá lagabreytinganefnd.
Nefndin leyfir sjer að bera fram þessa tillögu til þings-
ályktunar:
»Búnaðarþingið telur nauðsynlegt, að sú breyting verði
þegar í sumar gerð á lögum 20. okt. 1905 um forkaups-
rjett leiguliða, að hreppar hafi forkaupsrjett, ekki að eins
að leigujörðum, þ'á er leiguliði hefir afsalað sjer honum,
heldur einnig að jörðum, sem seldar eru úr sjálfsábúð,
og nái forkaupsrjetturinn þannig til allra jarðeigna í
hreppnurn«.
Við sjáum ekki að ástæða sje til, að binda forkaupsrjett
hreppa við leigujarðir einar, og þörfina, að láta hann ná til
allra jarða teljum við svo brýna vegna þess, að forkaupsrjett-
ur hreppa er oft eina vörnin gegn því, að utanhreppsmenn
leggi undir sig jarðir í hreppnum. jörðunum og hreppnum til
stórtjóns. svo sem farið er mjög að tíðkast sumstaðar. Ef ekki
verður breyting gerð í þá átt, sem hjer er á vikið, má búast
við, að forkaupsrjettur hreppa að leigujörðum verði f raun-
inni ekki annað en tál, þegar svo ber undir. Auðgert að
komast hjá honum með þvf að ábúandi kaupi jörðina sjálfur,
og selji síðan hverjum sem hann vill, án þess að hreppsnefnd
geti þar nokkuð við ráðið. Ekki er trútt um, að þegar sje
farið að bera á þessu.
Ef til vill væri þörf á, að forkaupsrjettarlögin reistu við því
tryggari skorður, að ekki verði komist fram hjá forkaupsrjetti