Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 10
8 Atli Harðarson HUGUR sjálfir neina vitlega merkingu. Þetta er dæmigert frumspekilegt vandamál: Eitthvað hlýtur að vera en getur samt ekki verið. Aður en ég held áfram og reyni að finna lausn á þessu vandamáli skulum við líta aftur á spumingarnar sem ég lagði fyrir í upphafi. Þessar spumingar voru: Hafa menn frjálsan vilja? Hvað er frjáls vilji? Hver eru tengsl frjáls vilja og siðferðis? I ljósi þess sem þegar er sagt getum við umorðað tvær fyrstu spurningarnar svona: Ráða menn sjálfir hvað þeir vilja? Hvað er að ráða sjálfur vilja sínum? I næsta kafla ætla ég að reyna að svara annarri spurningunni, það er að segja útskýra hvað í því felst að ráða sjálfur vilja sínum og sýna um leið fram á að hægt sé að ljá fullyrðingum um frjálsan vilja vitlega merkingu. í þriðja kafla fjalla ég nánar um hvað í því felst að ráða sjálfur vilja sínum og reyni síðan að gefa svar við fyrstu spumingunni. Síðasta spurningin bíður fjórða kafla. 2. Vilji og val Frelsi á borð við atvinnu-, mál- og ferðafrelsi felst í sjálfræði, því að ráða sér sjálfur. Þegar menn eru sviptir sjálfræði eru þeir sviptir frelsi sem aðrir njóta. En það er til annars konar sjálfræði en þetta sem helst er rætt um af lögfræðingum og stjórnspekingum. Þessi önnur gerð sjálfræðis er gjarna kölluð sjálfstjóm og það er alkunna að menn eru stundum sviptir sjálfræði vegna lítillar sjálfstjórnar. Yfirleitt er litið svo á að smábörn, sumt geðsjúkt fólk og þeir sem háðir eru eiturlyfjum hafi fremur litla sjálfstjórn. Flest fólk kvað hafa nokkra og sumir telja að þeir sem hafa þroskað sjálfa sig með trúariðkunum, hugleiðslu eða ströngum sjálfsaga hafi nær fullkomna sjálfstjórn. Alltént telja flestir að menn hafi mismikla sjálfstjóm og að flestir geti aukið hana með einhvers konar æfingum eða lærdómi. Eg hygg að frelsi viljans hljóti að vera nátengt sjálfstjórn. Það að ráða vilja sínum sjálfur hlýtur að fela í sér sjálfstjóm. En hvernig ætli tengslum frjáls vilja og sjálfstjómar sé háttað? Til þess að svara þessari spurningu þurfum við að líta aðeins á tengslin milli vilja og vals. Vilji manna birtist í því hvað þeir velja eða gera. En það er alkunna að menn eru breyskir og velja ekki alltaf það sem þeir vilja helst. Sem dæmi má taka að menn vilja stundum koma einhverju í verk en velja samt að slóra allan daginn. Þeir velja sjálfir að slóra og hljóta því að hafa viljað það fremur en að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.