Hugur - 01.01.1991, Page 87

Hugur - 01.01.1991, Page 87
HUGUR Skúli Pálsson 85 Kant tekur undir að orsakatengslin séu ekki gefin í skynjun hins einstaka. En hann heldur því fram að ástæða þess að við tengjum hreyfingu annarrar kúlunnar við hreyfingu hinnar sé samt ekki sú ein að við höfum séð að milli fyrirbæranna ríki stöðug tengsl og samhengi, eins og Hume álítur.13 Því að hvemig er eiginlega hægt að gera sér grein fyrir stöðugum tengslum ef tengsl er ekki hægt að skoða? Ef ég heyri tón og finn fyrir köldum hlut milli fingranna er það sem ég skynja með augunum og með tilfinningunni mismunandi til- felli skynjunar og í þeim, ef þau eru íhuguð út af fyrir sig, er ekkert sem sannar að þau tengist sama hlut, t.d. tónkvísl sem ég held á.14 Samt veit ég að þessir tveir atburðir í skynjun minni tengjast sama hlut. í vitundinni eru hugmyndimar tvær sameinaðar og þannig get ég haft reynslu af tónkvíslinni sem hlut er helst óbreyttur og sjálfum sér samur þótt skynjun mín á honum sé breytileg. Kant heldur því fram að þetta eigi við um alla reynslu því í henni sé alltaf einhver samein- ing hugmynda. Hann skilgreinir „sameiningu" sem það að setja saman mismunandi hugmyndir og gera sér grein fyrir þeim í einni vitneskju.15 Þessa sameiningu sem er að finna í allri reynslu telur hann vera verk ímyndunarafls. En það er þá ekki það ímyndunarafl sem stundum vinnur úr sumum hugmyndum, heldur sem alltaf er að verki í allri skynjun. ímyndunarafl sem vinnur úr hugmyndum sem þegar eru gefnar kemur eftirá, það er rauntækt því það vinnur aðeins úr því sem við komumst að raun um. En ímyndunarafl sem er að verki í allri skynjun segir Kant að sé fyrirfram, a priori. ímyndunarafl í þessum skilningi er skilyrði allrar reynslu og þessvegna talar hann um að það skapi forskilvitlega sameiningu í reynslunni. Þetta orðalag gefur til kynna að ímyndunaraflið vinni ekki aðeins úr hugmyndum sem þegar eru gefnar heldur móti eða ákvarði allar hugmyndir um leið og þær eru gefnar. Það vinnur ekki úr einhverjum hluta reynslunnar heldur er það einn þáttur í allri mögulegri reynslu; ef eitthvað er ekki mótað eða ákvarðað af þessari 13 „Constancy" og „coherence" eru mikilvæg orð í röksemdafærslu Humes; sjá t.d. A Treatise ofHuman Nature, s. 199. 14 Dæmið cr komið frá Jonalhan Bennelt, Kant's Analylic (Cambridge University Press, Cambridge 1966), s. 108. 15 Gagnrýni hreinnar skynsemi, A77, B103.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.