Hugur - 01.01.1991, Page 120
118
Ritdómar
HUGUR
Ólafur Jens Pétursson
Hugmyndasaga
Mál og menning, Reykjavíkl989
Karl Marx sagði í bréfi til Friedrich Engels árið 1862 að það væri sláandi
hvemig Charles Darwin sæi meðal dýra og plantna enskt þjóðfélag með sinni
verkaskiptingu, samkeppni, opnun nýrra markaða, „uppfinningum,“ og
„baráttunni fyrir lífinu" að hætti Malthusar. Þetta væri bellum omnium contra
omnes eins og Hobbes hefði sagt, og manni dytti í hug Fyrirhrigflafrœði
Hegels þar sem þjóðfélagi manna væri lýst eins og „andlegu dýraríki," en
aftur á móti hjá Darwin fengi dýraríkið á sig mynd siðmenntaðs þjóðfélags.
í hugmyndasögu er reynt að skilja, svo dæmi sé tekið, hvemig hafi staðið
á því að Marx tók svona til orða. Var það tilviljun að hann var mjög hrifinn
af Uppruna tegundanna eftir Darwin, sem fyrst kom út árið 1859, og lét þau
orð falla um bókina að hún væri mjög mikilvæg og náttúruvísindalegur
grundvöllur fyrir rannsóknir sínar á stéttabai ..ttunni í rás sögunnar? í
hefðbundinni hugmyndasögu væri svo næsta skrefið að leita svara við
þessum spumingum í verkum Darwins, Hegels, Marx, Malthusar og jafnvel
aftur til Hobbes á 17. öld. Þó mætti að mestu einskorða sig við hugarheim 19.
aldar. í hugmyndasögu væri það því dæmigert að hefjast handa á dögum
frönsku byltingarinnar og rekja sig fram til 20. aldarinnar, eða þá að fjalla um
upplýsingaröldina og næsta aðdraganda hennar.
Með þetta í huga ætti ný bók um hugmyndasögu eftir Ólaf Jens Pétursson
að vera íslenskum lesendum fagnaðarefni. Því sé vel haldið á spöðunum er
hugmyndasaga spennandi, skemmtileg og gefur lesandanum tækifæri til þess
að komast í návígi við ýmsa af helstu hugsuðum sögunnar. Því miður upp-
fyllir Hugmyndasaga ekki þessar vonir. Þetta er stórgölluð bók og jafnvel
þótt þar séu góðir sprettir inn á milli stendur hún í heild sinni ekki undir
nafni. Þar kemur margt til en til þess að lesendur þessa tímarits geti fengið
hugmynd um það hvað hér er boðið upp á verður uppbyggingu og innihaldi
bókarinnar fyrst lýst stuttlega.
Hugmyndasaga skiptist í 29 kafla og jafnframt tvo hluta að mínu mati. í
fyrstu níu köflunum er fjallað um aðdraganda grískrar menningar, um gríska
menningu og heimspeki (einn kafli um þá Platón og Aristóteles hvom) og
hellenisma. Þetta er að mörgu leyti heildstæðasti hluti bókarinnar. í næstu
fjórum köflum er rætt um frumkristni, arabfska menningarheiminn,
Karlamagnús og víkingaferðir og loks um kirkjuvald frá 11. til 13. aldar. í
14. til 17. kafla er svo fjallað um endurreisn og húmanisma og
Vísindabyltinguna sem náði hámarki sfnu á 17. öld með heimsmynd