Hugur - 01.01.1991, Side 89

Hugur - 01.01.1991, Side 89
HUGUR Skúli Pálsson 87 engin skoðun verði tvisvar, þá er vitundin um þær alltaf ein og hin sama; öll reynsla getur orðið hluti af sömu vitund. Ef eitthvað væri til sem ekki væri hægt að hafa vitund um, þá væri það mér ekki neitt. Þetta grundvallarskilyrði skapar einingu með allri skynjun. En þessi vitund er ekki einstök hugmynd sem bætt er við allar hugmyndir heldur felst hún í því að ég set saman mismunandi hugmyndir, sameina þær og hef vitund um sameiningu þeirra. Þótt hugmyndimar séu margar og í sjálfum sér sundurlausar þá er vitundin um þær aðeins ein og alltaf sjálfri sér söm. Það er semsagt eining vitundarinnar sem er grundvallarskilyrði allrar reynslu. Ég veit af því að ég er alltaf hinn sami þótt hlutimir sem ég hef vitund um séu mis- munandi. Ef ég vissi ekki, eða hefði ekki vitund um, að ég er hinn sami nú og fyrir stundu þá gæti ég ekki tengt reynslu mína frá því áðan við reynslu mína nú. En ástæðan fyrir því að ég veit að ég er hinn sami, eða fyrir einingu vitundarinnar, getur ekki verið reynslan eða hlutirnir sem ég hef vitund um þvf þeir eru alltaf mismunandi, hafa ekki í sér einingu, heldur er það eining vitundarinnar sem er ástæðan fyrir að hlutirnir sem ég hef reynslu af tengjast saman. Við höfum ekki reynslu af einingu vitundarinnar (því hún er ekki ein- stakur hlutur sem hægt er að skoða) heldur er hún skilyrði reynslu yfirleitt. Allt það sem hægt er að hafa reynslu af er mismunandi og ólíkt, Kant kallar það margbreytileika eða mergð, en vitundin um sjálfan sig verður að vera ein og hin sama. Þetta er skilyrði allrar reynslu og þessvegna talar Kant einnig um forskilvitlega einingu vitundarinnar. En af þessu skilyrði má einnig leiða að í mergð fyrirbæranna verði að eiga sér stað sameining, því ef mergðin væri sundurlaus og án sameiningar þá væri eining vitundarinnar ekki möguleg. Þegar allt kemur til alls er þetta hið sama, eins og Kant segir: Hin upprunalega og nauðsynlega vitund um samsemd sjálfs sín er sem- sagt um leið vitund um jafn nauðsynlega einingu í sameiningu allra hugtaka.17 Þrátt fyrir þetta er hann ekki að halda því fram að til sé önnur vitund fyrir ofan, eða til hliðar við, hina venjulegu vitund um hlutina. Frekar má segja að forskilvitleg vitund sé form hinnar hversdagslegu 17 Gagnrýni hreinnar skynsemi, A108.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.