Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 89
HUGUR
Skúli Pálsson
87
engin skoðun verði tvisvar, þá er vitundin um þær alltaf ein og hin
sama; öll reynsla getur orðið hluti af sömu vitund. Ef eitthvað væri til
sem ekki væri hægt að hafa vitund um, þá væri það mér ekki neitt.
Þetta grundvallarskilyrði skapar einingu með allri skynjun.
En þessi vitund er ekki einstök hugmynd sem bætt er við allar
hugmyndir heldur felst hún í því að ég set saman mismunandi
hugmyndir, sameina þær og hef vitund um sameiningu þeirra. Þótt
hugmyndimar séu margar og í sjálfum sér sundurlausar þá er vitundin
um þær aðeins ein og alltaf sjálfri sér söm. Það er semsagt eining
vitundarinnar sem er grundvallarskilyrði allrar reynslu. Ég veit af því
að ég er alltaf hinn sami þótt hlutimir sem ég hef vitund um séu mis-
munandi. Ef ég vissi ekki, eða hefði ekki vitund um, að ég er hinn
sami nú og fyrir stundu þá gæti ég ekki tengt reynslu mína frá því
áðan við reynslu mína nú. En ástæðan fyrir því að ég veit að ég er
hinn sami, eða fyrir einingu vitundarinnar, getur ekki verið reynslan
eða hlutirnir sem ég hef vitund um þvf þeir eru alltaf mismunandi,
hafa ekki í sér einingu, heldur er það eining vitundarinnar sem er
ástæðan fyrir að hlutirnir sem ég hef reynslu af tengjast saman. Við
höfum ekki reynslu af einingu vitundarinnar (því hún er ekki ein-
stakur hlutur sem hægt er að skoða) heldur er hún skilyrði reynslu
yfirleitt.
Allt það sem hægt er að hafa reynslu af er mismunandi og ólíkt,
Kant kallar það margbreytileika eða mergð, en vitundin um sjálfan
sig verður að vera ein og hin sama. Þetta er skilyrði allrar reynslu og
þessvegna talar Kant einnig um forskilvitlega einingu vitundarinnar.
En af þessu skilyrði má einnig leiða að í mergð fyrirbæranna verði að
eiga sér stað sameining, því ef mergðin væri sundurlaus og án
sameiningar þá væri eining vitundarinnar ekki möguleg. Þegar allt
kemur til alls er þetta hið sama, eins og Kant segir:
Hin upprunalega og nauðsynlega vitund um samsemd sjálfs sín er sem-
sagt um leið vitund um jafn nauðsynlega einingu í sameiningu allra
hugtaka.17
Þrátt fyrir þetta er hann ekki að halda því fram að til sé önnur
vitund fyrir ofan, eða til hliðar við, hina venjulegu vitund um hlutina.
Frekar má segja að forskilvitleg vitund sé form hinnar hversdagslegu
17 Gagnrýni hreinnar skynsemi, A108.