Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 62
60
Kenningar um merkingu
HUGUR
Merking
Það fyrsta sem okkur kemur í hug þegar gera á grein fyrir merkingu
er að segja orðin merkja eða standa á einhvern hátt fyrir hlutina í
umhverfi okkar, eiginleika þessara hluta og tengsl þeirra innbyrðis og
við okkur. Merking setninganna er síðan sett saman úr merkingu
orðanna og skilningur á setningu er undir því kominn að okkur takist
að tengja hvert orð þessu fyrirbæri sem nefnt er merking. Hlutirnir
og eiginleikar þeirra eru þannig nefndir í ákveðnum tengslum hver
við annan, og tengsl þessi endurspegla raunveruleg tengsl hlutanna í
umhverfi okkar. Þannig mætti ætla að setningar tungumálsins virk-
uðu líkt og myndir af veruleikanum eða aðstæðum í veruleikanum.
Setning er síðan sönn ef myndin sem hún dregur upp er mynd af
raunverulegum aðstæðum.
Fjöldi kenninga dregur upp mynd af merkingu sem svipar til
þessarar. Þar mætti sem dæmi nefna kenningu Wittgensteins í
Tractatus Logico-Philosophicus.2 Þar segir hann hreint út að stað-
hæfingar séu myndir af veruleikanum (4.01, 4.021). Það að skilja
slíka staðhæfingu segir hann sfðan felast í því að vita hvað það þýðir
fyrir veruleikann ef staðhæfingin er sönn (4.024), eða með öðrum
orðum að vita hvaða aðstæður það eru sem staðhæfingin er mynd af
(4.021). Það að vita hvort sú mynd er sönn eða ekki er hins vegar
annað, og til að komast að því þarf að bera hana saman við veru-
leikann. Líkt og rakið var hér að framan, þá telur Wittgenstein mynd-
irnar virka þannig að þær séu settar saman úr hlutum eða einingum
sem svari til hlutanna í þeim aðstæðum sem myndin er af (2.13,
2.131). Hlutar myndarinnar standa í ákveðnum tengslum hver við
annan og tengsl þessi endurspegla tengsl hlutanna í veruleikanum
(2.15). Hinir einstöku hlutar myndarinnar eru okkur kunnuglegir af
viðureignum okkar við aðrar slíkar myndir, eða vegna þess að
hlutverk þeirra hefur verið skýrt fyrir okkur. Með þessu móti er hægt
að gera grein fyrir því hvemig við skiljum slíkar myndir þrátt fyrir að
við höfum aldrei rekist á þær fyrr, og eins þó að við höfum ekki
reynt þær aðstæður sem myndin er af. Síðan segir Wittgenstein að
2 Ensk þýöing Pears & McGuinnes (Roulhledge & Kegan Paul, London 1981 [fyrst
gefin út á þýsku 1921]). Háttur tilvísana fylgir hér málsgreinamerkingu
Wittgensteins, eins og venja cr.