Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 17

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 17
HUGUR Um frjálsan vilja 15 siðferðilega rangt þá tel ég skynsamlegt að gera eittvað sem enginn ætti að gera. Þetta er ekki beinlínis mótsögn en felur þó í sér vissa tvöfeldni.5 Ég get til dæmis ekki verið stoltur af verki sem ég tel siðferðilega rangt því til þess að vera stoltur af einhverju þarf ég að trúa því að það sé gott í sjálfu sér, lofsvert eða búið einhverjum kostum sem aðrir ættu að viðurkenna. Þessi tvöfeldni verður ef til vill enn ljósari ef við áttum okkur á því að sá sem gerir eitthvað sem hann sjálfur telur vera siðferðilega rangt hlýtur að viðurkenna að hann ætti að skammast sín fyrir það og það er erfitt að halda því fram að maður hafi valið besta kostinn sem til greina kom en viðurkenna um leið að hann sé til skammar. Þeir sem láta annars konar rök skáka siðferðilegum rökum geta tæpast með nokkru móti litið eigin verk af raunsæi og verið heilir og hreinir í afstöðu sinni til þeirra. Enda reyna menn yfirleitt að koma sér hjá því að viðurkenna að þeir láti önnur rök skáka siðferðilegum rökum. Þetta gera þeir oft með því blekkja sjálfa sig á einhvem hátt og forðast að líta eigin verk af raunsæi. Það er afar ótrúlegt að nokkur breyti rangt og geri sér fulla grein fyrir eðli verksins, áhrifum þess á hugsanleg fórnalömb, hvötum sínum og ástæðum og sjái greinilega að það sem hann gerði var rangt og sé samt ánægður með það. Þegar menn breyta gegn betri vitund (gera eitthvað sem þeir telja sjálfir vera siðferðilega rangt) þá geta þeir brugðist við á nokkra vegu. Þeir geta litið verkið af raunsæi og iðrast og reynt að gera bót og betrun. Þeir geta litið verk sitt af raunsæi og reynt að finna afsökun eða málsbætur.6Takist ekki að finna neinar málsbætur geta menn skáldað þær eða reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þær séu til. Menn geta líka blekkt sjálfa sig á ýmsa vegu og talið sér trú um að brotið sé engan veginn eins alvarlegt og það er. En líklega 5 Hér er gert ráð fyrir því að ég hafi einhvcrjar siðferðilegar skoðanir. Rökfærslan á vitaskuld ekki við um menn sem ckki hafa neinar siðferðilcgar skoðanir, þeir geta væntanlega ekki breytt gegn betri vitund. Hvort slíkir menn eru til veit ég ekki. 6 Það er athyglisvert að fólk afsakar sig oft með því að bera við skorti á sjálfstjóm. Sem dæmi má taka þegar fólk ber við hræðslu, þreytu, reiði eða leti eða segir eitt- hvað á borð við: „Ég veit bara ekki hvað kom yfir mig“ eöa „Ég missti víst alla stjóm á mér“ eða (sem er kannski algengast) „Ég varð bara allt í einu svona rosa- lega fullur". Þctta er líklega vegna þess að mönnum finnst sem þeir sjálfir geri það eitt sem þeir vinna undir stjóm skynseminnar. En þcgar sjálfstjómin bilar og skynsamlegt gildismat stjómar ckki gcrðum fólks þá hcfur það þá afsökun að innsti kjami sjálfsverunnar, sem er skynsemin og gildismatið, kom hvergi nærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.