Hugur - 01.01.1991, Page 84
82
Hlutur ímyndunar í þekkingu
HUGUR
skynjun og þeir setja sér það verkefni, hvor á sinn hátt, að gera grein
fyrir hvemig við getum þá fengið einhverja hugmynd um samhengi í
veruleikanum. Báðir telja þeir að ímyndunarafl skipti þar einhverju
máli, en með ólíkum hætti.
Til þess að ég geri mér grein fyrir að hundurinn sem ég sé nú er
hinn sami og ég sá fyrir stundu þarf ég að tengja saman skynjun mína
nú og fyrri skynjun mína. Til að sjá að mismunandi einstaklingar eiga
eitthvað sameiginlegt og mynda þessvegna eina tegund svo að þeir
falla undir eitt hugtak þarf ég að tengja saman hinar mörgu
hugmyndir mínar um hina mismunandi einstaklinga. En skynjun mín
á mörgum einstaklingum getur hafa orðið við mjög ólíkar aðstæður á
mismunandi tímum og skynjanir eru í sjálfum sér sundurlausar. Til
að koma á tengslum milli þeirra þarf einhvern annan hæfileika en
skynjunina (eitthvað annað en hæfileikann til að skoða eins og Kant
myndi segja) og það er ímyndunaraflið, því það er hæfileiki til að
færa til hugmyndir og raða þeim upp á nýtt eða, eins og Kant segir,
gera sér hugmynd um hlut jafnvel þótt hann sé ekki nærri.
Hume telur að ímyndunaraflið tengi saman hugmyndir með
þrennskonar hætti: Við tengjum saman hugmyndir um það sem er
líkt, það sem liggur saman og við tengjum saman hugmyndir orsakar
og afleiðingar. Þannig tengjum við hugmyndir um hinn bláa himin og
um bláan fána. Ef við hugsum um herbergi í húsi tengjum við það
hugmynd um næsta herbergi í húsinu. Og ef við sjáum eld tengjum
við þá skynjun hugmyndinni um hita (orsakatengsl).11 Eftir því sem
Hume segir höfum við engar hugmyndir um samhengi í heiminum
fyrir utan það samhengi sem ímyndunaraflið skapar meðal
hugmynda. Þannig er í stórum dráttum kenning Humes um hug-
myndatengsl. Hugmyndatengsl geta verið sterk eða lausleg eins og
verkast vill og þessvegna eru hugmyndir okkar um samhengi mis-
jafnlega ákveðnar. En strangt til tekið vitum við ekkert um samhengi f
heiminum, við trúum bara á það og þessi trú byggir ekki á rökum
heldur á ímyndunaraflinu.
Kant tekur undir þessa lýsingu í helstu atriðum. Hann er sammála
Hume um það, að til að geta gert sér einhverja samhangandi mynd af
heiminum þurfi að vera til einhverjar reglur um hvernig hugmyndir
11 Hume ræðir síðan ítarlega um orsakatengsl eins og frægt er og kemur ímynd-
unaraflið þar mjög við sögu.