Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 81

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 81
HUGUR Skúli Pálsson 79 sérstakt hlutverk vegna þess að þá var farið að leggja mikla áherslu á að rannsaka þyrfti starfsemi hugans til að skilja hvemig hægt er að öðlast örugga þekkingu. Þekkingarfræðingar þessa tíma litu svo á að allur efniviður hugs- unarinnar væri einhverjar myndir í huganum, hugmyndir, skynjanir eða frumskynjanir, eins og Hume kallaði það. Samkvæmt þessu er öll hugsun, og reyndar allt sem fram fer í huganum, straumur einfaldra hugmynda. Hin almennu hugtök eru líka hugmyndir sem hafa orðið til við skynjun, til dæmis er hugtakið „maður“ í rauninni mynd í huganum af manni, en þessari mynd er beitt á ákveðinn hátt.3 Hume skilgreindi ímyndunaraflið í samræmi við þetta kerfi sem hæfileika til að flytja til hugmyndir og raða þeim.4 ímyndunarafl er þannig hæfileiki til að setja saman til dæmis hugmyndirnar um hest og um horn til að fá hugmynd um einhyming, eða hugmyndirnar um gull og um fjall til að fá fram hugmyndina um gullfjall. Kant hefur heldur almennari skilgreiningu: ímyndunarafl er hæfi- leiki til að skoða hlut í huga sér án þess að hluturinn sé nærri.5 ímyndunaraflið fæst alltaf við einstakar hugmyndir, eða hugmyndir um hið einstaka, en ekki almenn hugtök. Það er til dæmis hægt að ímynda sér þríhyrning og þegar við teiknum þríhyrning á blað má segja að við ímyndum okkur einn af óendanlega mörgum mögulegum þríhyrningum. En hugtak þríhyrningsins er ekki hægt að ímynda sér því það er sértækt, hefur enga tiltekna mynd, en það er hægt að skilja. Hugtök eru þessvegna viðfangsefni skilningsgáfunnar en aldrei ímyndunarafls. Að þessu leyti er það eins og skynjun, því hún er alltaf skynjun á einhverju einstöku, hin almennu hugtök er ekki hægt að skynja. En skynjun er bundin því að viðfangið sé nærri. Kant telur þessvegna, eins og margir heimspekingar, ímyndunaraflið vera á milli skynjunar og hugsunar. 3 John Locke var sá scm útfærði þessa hugmynd hvað rækilegast og gerði hana að nákvæmu kerfi. Margir sem á eftir honum komu, þar á meðal Kant, unnu innan þessa kerfis. Ymislegt má gagnrýna við það að gera alla starfsemi hugans að straumi hugmynda en hér verður ekki farið út í það þar eð þessi hugsunarháttur var Kant mjög tamur og Kant er helsta viðfangsefni mitl hér. 4 David Hume, A Treatise of lluman Nature (Oxford University Press, Oxford 1978), s. 10. 5 „Einbildungskraft ist das Vermögen, einen Gegenstand auch ohne dessen Gegenwarl in der Anschauung vorzustellen", Immanuel Kant, Kritik der reinen Vernunft, (Felix Meincr Verlag, Hamburg 1956), B151. Þegar vísað er f Gagnrýni hreinnar skynsemi þýðir bókstafurinn A að átt sé við blaðsíðutöl fyrstu útgáfunnar frá 1781; stafurinn B táknar aðra útgáfu frá 1787.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.