Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 117

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 117
HUGUR Ritdómar 115 brýnt vegna þess að Hawking víkur að aðferð Feynmans síðar. Þama bregður líka fyrir „heimsvaldastefnu" fyrir hönd eðlisfræðinnar af hálfu Hawkings. Eftir að hafa lýst því hvemig unnt sé að reikna leyfilegar brautir rafeinda í flóknari atómum og jafnvel sameindum með aðstoð skammtafræðinnar segir hann: Nú er gerð sameinda og samskipti þeirra í efnahvörfum grundvöllur efnafræði og líffræði. Skammtafræðin gerir okkur því kleift að reikna og segja fyrir um flest sem á þarf að halda í daglegu lífi innan þeirra marka sem óvissulögmálið setur. (Hér er að vísu sá hængur á að sé um nokkurn verulegan fjölda rafeinda að ræða verða reikningarnir svo flóknir að þeir eru óvinnandi.) (s. 123, sjá einnig s. 261) Athugasemdin innan sviga gengur í berhögg við það sem hann hefur rétt lokið við að segja og hafði einnig nefnt nokkru fyrr, þ.e. að skammtafræðin sé „grundvöllur nútíma efnafræði og líffræði" (s. 117). Réttara er að segja að nútíma líffræði geti ekki skorast undan lögmálum skammtafræðinnar en þar með er ekki sagt að önnur lögmál og kenningar ráði þar ekki jafnframt ríkjum og séu allt eins mikilvæg. En kannski er heimsvaldastefna af þessu tagi nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að ráðast í smíði kenningar sem eigi að lýsa heiminum í heild sinni. í núsögu fær lesandinn að kynnast eðlisfræðirannsóknum í eldlínunni. Popper er látinn lönd og leið. Frumspeki er aftur á móti gefinn mikill gaumur samanber yfirlýsingar um eilífð heimsins: „En hvíli alheimurinn alveg í sjálfum sér, hafi hvorki jaðar né brúnir, þá á hann sér hvorki upphaf né endi: hann ER og ekkert annað. Og hvar er þá rúm fyrir skapara?“ (s. 228, sjá einnig s. 222) Núsaga greinist í tvennt. Annars vegar gerir Hawking stutta grein fyrir þróun nútíma eðlisfræði og heimsfræði á þessari öld svo ljóst sé hvar hann tók upp þráðinn í framhaldsnámi á sjöunda áratugnum. Hins vegar lýsir hann því sem hann hefur gert sjálfur eða í samfloti við aðra. Þessu öllu er vel og skilmerkilega lýst. Ekki sakar heldur að hafa inngang Lárusar Thorlacius hér við höndina. Við lestur seinni hluta núsögu Hawkings er líkast því sem maður sé að lesa skemmtilegan reyfara. Hann lýsir rannsóknarstarfi mjög þröngs hóps manna og hvemig þeir kasta hugmyndum milli sín af ástríðuþunga. Hann ræðir um það af hreinskilni að hann hafi haft rangt fyrir sér og hvemig beri að bregðast við því. Honum finnst best að játa það ærlega (s. 238-9). Það er ekki einungis óskin um aukinn skilning á náttúrunni sem hvetur menn til dáða í vísindum. Stundum er það reiðin. Allavega henti það Hawking þegar honum fannst Jakob nokkur Bekenstein hafa misnotað eina af uppgötvunum sínum (s. 180). í lok bókarinnar ræðir Hawking um það hvemig hægt sé að láta hin fögm fyrirheit rætast sem franski eðlis- og stærðfræðingurinn Pierre Simon Laplace
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.