Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 123

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 123
HUGUR Ritdómar 121 Evklíðs sem er skipulega byggð á frumsetningum væri gott dæmi um afrakstur þessarar lýðræðishefðar. I seinni hluta bókarinnar er hins vegar rætt allt of mikið um sam- félagsþróun á Vesturlöndum og jafnvel komið inn á íslenska stjórnmálasögu. Það er rætt um kalda stríðið og samningana um raforkuverð til álversins í Straumsvík (s. 288). Þetta gengur ekki. Það hefði verið unnt að tengja stjórnmálasögu eftirstríðsáranna við hugmyndasögu með því að skoða hvemig traust manna á viðtekin sannindi og hugmyndir hafa rýmað á þessum tíma, t.d. með því að athuga hvernig stúdentauppreisnimar 1968, mótmæli gegn stríðinu í Víetnam, vistkreppa og önnur gagnrýni á viðtekið gildismat hjó að sigurvissu hugmyndakerfis Vesturlanda. Þetta er ekki gert og því verða Frakkamir Roland Barthes og Michel Foucault sem döfnuðu í þessum jarðvegi utanveltu í bókarlok. Þetta er bagalegt því sægur greina og bóka á undanförnum árum er til vitnis um þá grósku sem af þessu hefur hlotist í hugmyndasögu. Hér er ekki um einangrað fyrirbæri í hugmyndasögu að ræða heldur er gróandinn angi af viðameiri umbyltingu í sagnfræði. Nýjar greinar eins og félagssaga, hugar- farssaga, kvennasaga, saga minnihlutahópa, umhverfissaga og vísindasaga eiga að mörgu leyti rætur sínar að rekja til umróts undanfarinna áratuga. (Sjá t.d. grein eftir Donald R. Kelley: „What is Happening to the History of Ideas?" Journal of the History of Ideas 51 (1990), s. 3 - 25.) Gagnrýnið viðhorf til framfarahugmyndarinnar er sameiginlegur þáttur hinnar nýju sagnfræði. Gagnrýnendur telja hugmyndina gjaldþrota. Að því leyti eiga seinustu áratugir þessarar aldar margt sameiginlegt með lokum 19. aldar. Jafnvel þótt þá væri almennt enn trúað á gegndarlausar framfarir hafði farið að hrikta í trúnni. Friedrich Nietzsche efaðist mikið um gildi hennar og því er það ekki tilviljun hvað hann hefur átt miklum vinsældum að fagna á undanförnum árum. Efasemdamenn eins og Foucault sækja mikið til hans. Það er um þessa samþættingu hugmynda og hugsuða sem á að fjalla í hugmyndasögunni. Hún á ekki að vera einskær bjartsýnissaga líkt og hér því það er óttinn við framtíðina og hið óþekkta sem hefur ekki hvað sist verið undirrót ótal hugmynda og trúarbragða. Það er einnig heillandi vandamál innan hugmyndasögu að velta því fyrir sér hvenær sé leyfilegt að yfirfæra hugmyndir af einu sviði yfir á annað (t.d. frá hagfræði til náttúrufræði). Er dómur reynslunnar það eina sem gildir eða er hægt að rökstyðja það fyrirfram? Dæmi um þessa færslu á milli hugmyndasviða væri tilvitnunin í bréf Marx hér í upphafi. Það er því sláandi að eftir að stuttlega hefur verið rætt um Darwin í Hugmyndasögu víkur sögunni að Malthusi án þess að það sé hugleitt hvort nokkur tengsl séu á milli þessara hugsuða. Samt var það svo að bölsýnisleg hugmynd Malthusar um fjölgun lífvera og takmarkað fæðuframboð réðu miklu um tilurð þróunarkenningar. Kenning Malthusar var auk þess ekki afmörkuð hagfræðikenning heldur átti með henni að sporna gegn óhóflegri bjartsýnistrú frönsku upplýsingarinnar, sbr. skrif Condorcets.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.