Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 49

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 49
HUGUR W. V. Quine 47 Þetta er greinargerð fyrir þekkingarsamræðni staðhæfinga en ekki málsniða almennt.15 Hins vegar getum við leitt hugmyndina um samræðni annarra málsniða af hugmyndinni um samræðni staðhæfinga með svipuðum hugleiðingum og í lok þriðja hluta. Reyndar gætum við að gefinni hugmyndinni um „orð“ gefið þá skýringu á samræðni hverra tveggja málsniða sem vera skal að ef annað sniðið er sett í stað hins í hvaða staðhæfingu sem er (nema þegar þau koma fyrir í „orðum"), myndist staðhæfing sem er samræð hinni upphaflegu. Loks gætum við að þannig gefnu hugtakinu um samræðni málsniða almennt, skilgreint rökhæfingar út frá samræðni og eiginlegum röksannindum eins og í fyrsta hlutanum. Ef því væri að skipta gætum við skilgreint rökhæfingar á einfaldari hátt ein- vörðungu út frá samræðni staðhæfinga og eiginlegum röksannindum. Óþarfi er að höfða til samræðni annarra málsniða en staðhæfinga, því að lýsa má staðhæfingu sem rökhæfingu, einfaldlega þegar hún er samræð staðhæfingu sem lætur í ljós eiginleg röksannindi. Þannig er það að hugmyndin um rökhæfingar heldur velli þrátt fyrir allt ef viðurkenna má sannreynslukenninguna sem fullnægjandi greinargerð fyrir samræðni staðhæfinga. Við skulum samt hugleiða þetta nánar. Staðhæfingar eiga að teljast samræðar ef þær hljóta staðfestingu eða er hnekkt í reynslunni með sömu aðferð. Hverjar nákvæmlega eru þessar aðferðir sem bera skal saman? Með öðrum orðum, hvert er eðli tengslanna milli staðhæfingar og reynslunnar sem staðfestir eða hnekkir henni? Barnalegasta viðhorfið til þessara tengsla er að þau felist í því að staðhæfingin sé bein lýsing á reynslunni. Þetta er róttœk smœttar- hyggja. Álitið er að þýða megi sérhverja skiljanlega staðhæfingu í (sanna eða ósanna) staðhæfingu um beina reynslu. Róttæk smættar- hyggja í einni eða annarri mynd er töluvert eldri en sannreynslu- kenningin um skilning með því nafni. Þannig álitu Locke og Hume 15 Raunar má setja kenninguna fram um heiti í stað staðhæfinga. Þannig lýsir Lewis skilningi heitis eins og huglægu kennimarki (a criterion in mind). sem það sem viö vísum til, til að geta notað eða neitað að nota viðkomandi heiti þegar um gefna eða ímyndaða hluti eða aðstæður er að ræða“ (An Analysis of Knowledge and Valuation, s. 133). — Lærdómsríka greinargerð fyrir margbreytileika sann- reynslukenningarinnar um skilning sem beinist hins vegar að spumingunni um skiljanleika fremur en samræðni og rökhæfingar, má sjá hjá C. G. Hempel, „Problems and Changes in the Empiricist Criterion of Meaning", Revue internalionale de pliilosophie 4 (1950), s. 41-63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.