Hugur - 01.01.1991, Side 49
HUGUR
W. V. Quine
47
Þetta er greinargerð fyrir þekkingarsamræðni staðhæfinga en ekki
málsniða almennt.15 Hins vegar getum við leitt hugmyndina um
samræðni annarra málsniða af hugmyndinni um samræðni
staðhæfinga með svipuðum hugleiðingum og í lok þriðja hluta.
Reyndar gætum við að gefinni hugmyndinni um „orð“ gefið þá
skýringu á samræðni hverra tveggja málsniða sem vera skal að ef
annað sniðið er sett í stað hins í hvaða staðhæfingu sem er (nema
þegar þau koma fyrir í „orðum"), myndist staðhæfing sem er samræð
hinni upphaflegu. Loks gætum við að þannig gefnu hugtakinu um
samræðni málsniða almennt, skilgreint rökhæfingar út frá samræðni
og eiginlegum röksannindum eins og í fyrsta hlutanum. Ef því væri
að skipta gætum við skilgreint rökhæfingar á einfaldari hátt ein-
vörðungu út frá samræðni staðhæfinga og eiginlegum röksannindum.
Óþarfi er að höfða til samræðni annarra málsniða en staðhæfinga, því
að lýsa má staðhæfingu sem rökhæfingu, einfaldlega þegar hún er
samræð staðhæfingu sem lætur í ljós eiginleg röksannindi.
Þannig er það að hugmyndin um rökhæfingar heldur velli þrátt
fyrir allt ef viðurkenna má sannreynslukenninguna sem fullnægjandi
greinargerð fyrir samræðni staðhæfinga. Við skulum samt hugleiða
þetta nánar. Staðhæfingar eiga að teljast samræðar ef þær hljóta
staðfestingu eða er hnekkt í reynslunni með sömu aðferð. Hverjar
nákvæmlega eru þessar aðferðir sem bera skal saman? Með öðrum
orðum, hvert er eðli tengslanna milli staðhæfingar og reynslunnar
sem staðfestir eða hnekkir henni?
Barnalegasta viðhorfið til þessara tengsla er að þau felist í því að
staðhæfingin sé bein lýsing á reynslunni. Þetta er róttœk smœttar-
hyggja. Álitið er að þýða megi sérhverja skiljanlega staðhæfingu í
(sanna eða ósanna) staðhæfingu um beina reynslu. Róttæk smættar-
hyggja í einni eða annarri mynd er töluvert eldri en sannreynslu-
kenningin um skilning með því nafni. Þannig álitu Locke og Hume
15 Raunar má setja kenninguna fram um heiti í stað staðhæfinga. Þannig lýsir Lewis
skilningi heitis eins og huglægu kennimarki (a criterion in mind). sem það sem
viö vísum til, til að geta notað eða neitað að nota viðkomandi heiti þegar um gefna
eða ímyndaða hluti eða aðstæður er að ræða“ (An Analysis of Knowledge and
Valuation, s. 133). — Lærdómsríka greinargerð fyrir margbreytileika sann-
reynslukenningarinnar um skilning sem beinist hins vegar að spumingunni um
skiljanleika fremur en samræðni og rökhæfingar, má sjá hjá C. G. Hempel,
„Problems and Changes in the Empiricist Criterion of Meaning", Revue
internalionale de pliilosophie 4 (1950), s. 41-63.