Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 31
HUGUR „Skilningur er eftirsóknan’erður ísjálfum sér“ 29
Ég hef ekki lesið hana svo að ég veit það ekki. Hins vegar las ég
bók Róberts Nozick, Anarchy, State and Utopia, og þótti gagnrýni
hans á Rawls hitta í mark. En ég get ekki dæmt um Rawls sjálfan.
Heimspekin hefur átt sín hlómaskeið: eitt varfjórða öld fyrir Krist,
annað upphaf nýaldar, 17. og 18. öld. Hvað um okkar tíma? Eru þeir
slíkt blómaskeið, eða erum við í heimspekilegri lœgð?
Nei, nei, ekki í lægð. í heimspeki eru horfurnar góðar, og einkum
hafa þær verið það síðustu tuttugu árin eða svo. Það er nóg af
efnilegum mönnum. Sumir þeirra bestu hafa snúið sér að
skammtafræði, og hafa náð tæknilegu valdi á henni. Og það kann ég
að meta: slíkir menn hafa réttu ástríðuna, ástríðu til að skilja
alheiminn og veruleikann, ástríðuna til að gera heimsmyndina skýra
og skiljanlega. Og svo eru ágætir ungir fræðimenn í öðrum greinum
rökgreiningarheimspekinnar, til að mynda þeir Tyler Burge og
Richard Sharvy. Og ég gæti nefnt fleiri. Á síðustu tveimur áratugum
hefur mér virst að miklum hæfileikamönnum hafi farið mjög
fjölgandi í heimspeki. Og það vegur í vaxandi mæli upp á móti öllum
þeim hégóma sem setur til að mynda svip á málskrafsmót heim-
spekinga. Ég held að heimspeki laði nú að sér fjölda hæfileikamanna,
eins og eðlisfræði gerði öðrum greinum fremur til skamms tíma.
Mér virðist heimspeki hafa fleygt fram. Og ein helsta framförin er
sú að menn líta æ meir á heimspeki og vísindi sem eitt. Það má hafa
til marks um þetta hversu mikil samvinna hefur komist á með heim-
spekingum, málfræðingum, stærðfræðingum og náttúruvísinda-
mönnum.
Að síðustu: Ef þér vœruð í mínum sporum, hvers munduð þér
spyrja að lokum?
Einskis held ég. Mér sýnist þér hafa gert mér prýðileg skil!*
* Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 22. júni 1980.