Hugur - 01.01.1991, Síða 35
HUGUR
W. V. Quine
33
talið: „enginn", ,,-laus“, „ó-“, „ekki“, „ef', „þá“, „og“ o.s.frv., þá
teldist staðhæfing sem er sönn og helst sönn við sérhverja túlkun
annarra þátta en rökfastanna, eiginleg röksannindi.
En til er lfka annar flokkur rökhæfinga sem eftirfarandi staðhæfing
er dæmi um:
(2) Engin móðir er bamlaus.
Einkenni slíkrar staðhæfingar er að henni má breyta í eiginleg rök-
sannindi með því að skipta á samheitum; þannig er hægt að breyta (2)
í (1) með því að setja „kona sem á bam“ í stað samheitisins „móðir“.
Að því marki sem við þurftum að styðjast við hugmynd um
„samheiti“ í lýsingunni hér að ofan sem ekki þarf síður skýringar við
en rökhæfingamar sjálfar, skortir okkur enn eiginlega greinargerð
fyrir þessum seinna flokki rökhæfinga, sem og fyrir rökhæfingum
almennt.
Á seinni árum hefur Carnap hneigst til að skýra hvað rökhæfingar
eru með tilvísun til þess sem hann nefnir ástandslýsingar.4
Ástandslýsing er sérhver tæmandi ákvörðun sanngilda grunnstað-
hæfinga málsins — það er, ósamsettra staðhæfinga. Carnap gerir ráð
fyrir að liðir allra annarra staðhæfinga málsins tengist þannig saman
með þekktum rökfræðilegum tengjum að sérhver samsett staðhæfing
hafi ákveðið sanngildi fyrir hverja ástandslýsingu samkvæmt rök-
fræðireglum sem tilgreina má. Staðhæfing er álitin rökhæfing þegar
hún reynist sönn við sérhverja ástandslýsingu. Þessi greinargerð er
útfærsla á hugmynd Leibniz um „sannleika í öllum mögulegum
heimum". En tökum eftir að þessi greinargerð fyrir rökhæfingum
þjónar því aðeins tilgangi sínum að grunnstaðhæfingar málsins séu
óháðar hver annarri, en þannig er ekki ástatt um „Guðrún er móðir"
og „Guðrún er barnlaus“. Annars mundi vera til ástandslýsing sem
mæti „Guðrún er rnóðir" og „Guðrún er bamlaus" sannar, og þar með
yrði „Engar mæður eru barnlausar" raunhæfing fremur en rökhæfing
ef þetta kennimark væri haft að leiðarljósi. Ef ástandslýsingar væru
hafðar sem kennimark um rökhæfingar mundu þær þannig ein-
vörðungu duga fyrir tungumál sem ekki hafa að geyma órökfræðileg
4 Rudolf Camap, Meaning and Necessity (Univeristy of Chicago Press, Chicago
1947), s. 9 o.áfr.; Logical Foundations of Probability (Univeristy of Chicago
Press, Chicago 1950), s. 70 o.áfr.
3