Hugur - 01.01.1991, Page 35

Hugur - 01.01.1991, Page 35
HUGUR W. V. Quine 33 talið: „enginn", ,,-laus“, „ó-“, „ekki“, „ef', „þá“, „og“ o.s.frv., þá teldist staðhæfing sem er sönn og helst sönn við sérhverja túlkun annarra þátta en rökfastanna, eiginleg röksannindi. En til er lfka annar flokkur rökhæfinga sem eftirfarandi staðhæfing er dæmi um: (2) Engin móðir er bamlaus. Einkenni slíkrar staðhæfingar er að henni má breyta í eiginleg rök- sannindi með því að skipta á samheitum; þannig er hægt að breyta (2) í (1) með því að setja „kona sem á bam“ í stað samheitisins „móðir“. Að því marki sem við þurftum að styðjast við hugmynd um „samheiti“ í lýsingunni hér að ofan sem ekki þarf síður skýringar við en rökhæfingamar sjálfar, skortir okkur enn eiginlega greinargerð fyrir þessum seinna flokki rökhæfinga, sem og fyrir rökhæfingum almennt. Á seinni árum hefur Carnap hneigst til að skýra hvað rökhæfingar eru með tilvísun til þess sem hann nefnir ástandslýsingar.4 Ástandslýsing er sérhver tæmandi ákvörðun sanngilda grunnstað- hæfinga málsins — það er, ósamsettra staðhæfinga. Carnap gerir ráð fyrir að liðir allra annarra staðhæfinga málsins tengist þannig saman með þekktum rökfræðilegum tengjum að sérhver samsett staðhæfing hafi ákveðið sanngildi fyrir hverja ástandslýsingu samkvæmt rök- fræðireglum sem tilgreina má. Staðhæfing er álitin rökhæfing þegar hún reynist sönn við sérhverja ástandslýsingu. Þessi greinargerð er útfærsla á hugmynd Leibniz um „sannleika í öllum mögulegum heimum". En tökum eftir að þessi greinargerð fyrir rökhæfingum þjónar því aðeins tilgangi sínum að grunnstaðhæfingar málsins séu óháðar hver annarri, en þannig er ekki ástatt um „Guðrún er móðir" og „Guðrún er barnlaus“. Annars mundi vera til ástandslýsing sem mæti „Guðrún er rnóðir" og „Guðrún er bamlaus" sannar, og þar með yrði „Engar mæður eru barnlausar" raunhæfing fremur en rökhæfing ef þetta kennimark væri haft að leiðarljósi. Ef ástandslýsingar væru hafðar sem kennimark um rökhæfingar mundu þær þannig ein- vörðungu duga fyrir tungumál sem ekki hafa að geyma órökfræðileg 4 Rudolf Camap, Meaning and Necessity (Univeristy of Chicago Press, Chicago 1947), s. 9 o.áfr.; Logical Foundations of Probability (Univeristy of Chicago Press, Chicago 1950), s. 70 o.áfr. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.