Hugur - 01.01.1991, Síða 80

Hugur - 01.01.1991, Síða 80
HUGUR 3.-4.ÁR, 1990/1991 s. 78-90 Skúli Pálsson Hlutur ímyndunar í þekkingu Fyrirlestur fluttur á fundi Félags áhugamanna um heimspeki 7. nóvember 1991.' Almennt um ímyndunarafl Kenning Kants um að heimurinn eins og við þekkjum hann, sé að einhverju leyti mótaður af mannshuganum er víðfræg. Lykilrök fyrir henni eru hinsvegar minna þekkt. Þegar kemur að því að Kant þarf að færa rök fyrir grundvallaratriðum sem eiga að halda uppi öllu kenningakerfi hans þá gerir hann ímyndunaraflið að mikilvægum þátttakanda í þekkingunni. Það er nauðsynlegt að átta sig á þessum rökum til að geta lagt réttan skilning í kenninguna um að hugurinn móti heiminn. Slík rök kunna að þykja nokkuð þversagnakennd því í daglegu tali er ímyndun frekar talin andstæða þekkingar en að hún eigi einhvem hlut í henni; ef eitthvað er kallað ímyndun er þar með gefið f skyn að það eigi sér ekki stoð í veruleikanum. Fólk ímyndar sér draumalönd, huldufólk, geimverur eða eitthvað annað sem ekki er til í alvöru. En ef hugmynd aftur á móti samsvarar raunverulegu ástandi hlutanna í heiminum er hún kölluð þekking. Þekking er sönn, en það sem kallað er ímyndun er oft ósatt. Þessvegna hefur orðið „ímyndun“ stundum niðrandi merkingu. Þrátt fyrir þennan hversdagslega skilning sem nú er lagður í orðið hafa margir heimspekingar fjallað um ímyndunarafl og jafnvel eignað því eitthvert hlutverk í þekkingu; nægir að nefna Aristóteles og Descartes.1 2 í þekkingarfræði 17. og 18. aldar fékk ímyndunaraflið 1 Hér birtist dálítið breyttur fyrirlestur sem ég flutti í Félagi áhugamanna um heim- speki 7. nóvember 1991. Sumt í honum styðst við Magisterritgerð mína, Die Rolle der Einbildungskraft in Kants transzendenlaler Deduktion, er ég skrifaði við háskólann í Miinchen 1990. Ég þakka Ágústi Hirti Ingþórssyni fyrir að lesa hand- ritið yfir og benda á ýmislegt sem betur mátti fara. 2 Aristóteles Um sálina (De anima), 428a; Descartes, Hugleiðingar um frumspeki (Meditationes de prima philosophia), sjötta hugleiðing.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.