Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 119

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 119
HUGUR Ritdómar 117 er að þeir fái til þess tækifæri á jörðu niðri. Að því leyti hefur öreindafræðin nálgast þá stöðu sem almenna afstæðiskenningin var í um 1920. Kennilegir eðlisfræðingar geta einnig leitað á náðir stærðfræðinnar. Þetta hefur gerst í strengjafræði á undanfömum ámm. Hún hefur blómstrað að hluta til og orðið tískufag vegna lægðar á tilraunasviðinu þar sem beðið var eftir nýjustu kynslóð af öreindahröðlum. Saga tímans er þmngin af fmmspeki og hugleiðingum um stöðu mannsins í veröldinni. Það hefði verið gaman ef meiri gaumur hefði verið gefinn að þessari hlið mála í inngangi bókarinnar, ekki hvað síst vegna einfaldra hugmynda Hawkings á sviði líffræði. Þar er ævintýralegri vangaveltum hans ýtt nokkuð til hliðar. Hann ræðir víða um veikt og sterkt mannhorf. Hann virðist ekki fullkomlega gagnrýninn á veikari gerð þess. Það hefði verið skemmtilegt ef lesendur hefðu fengið hugmynd um fjörugar umræður um þetta efni á undanfömum árum í kjölfar bókar um mannhorf eftir John D. Barrow og Frank J. Tipler: The Anthropic Cosmological Principle (1986). Þetta hefði verið fróðlegt, ekki hvað síst sé þess minnst að nýlega hefur Roger Penrose, náinn samstarfsmaður Hawkings, gefið út bók þar sem glímt er við eina af alheimsgátunum, þ.e. The Emperor's New Mind: Concerning Computers, Minds, and the Laws of Physics (1990). Af hverju hafa allar þessar bækur komið út nú á seinustu ámm? Eru þessar bækur á einhvem hátt angi þeirrar trúarvakningar sem nú á sér stað um heim allan? Helge Kragh hefur minnst á þetta í ritdómi um bók Barrow og Tiplers en hún hefur verið gefin út sem pappírskilja: „Að niiklu leyti má rekja þessar vinsældir til hins hugmyndaríka, nánast trúarlega eðlis svona skrifa um vísindi sem virðast eiga alltof sterkan hljómgrunn í hugmyndafræði níunda áratugarins" (Centaurus 30 (1987), s. 191 - 194). Útkoma Sögu tímans minnir á það að stjameðlisfræði er að ná fótfestu á íslandi. Stjarnvísindafélag íslands hefur nýlega verið stofnað og nýrri kennslustöðu í stjarneðlisfræði við Háskóla íslands hefur verið komið á laggimar. Lærdómsritin virðast því vera eins konar frumherjabækur á sviði raunvísinda hérlendis. Alltént komu Málsvörn stœrðfrœðings eftir G.H. Hardy og Afstœðiskenningin eftir Einstein út í íslenskri þýðingu árin 1972 og 1976, þ.e. skömmu eftir að gjörbylting hafði orðið í kennslu þessara greina við Háskólann. Það er von mín að hér verði ekki látið staðar numið og útgáfustarfseminni haldið áfram á sviði raunvísinda. Það er því gleðilegt að mér hefur borist til eyrna að búið sé að þýða bókina Ljósið (QED) eftir Richard Feynman á vegum Hins íslenska bókmenntafélags. Skúli Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.