Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 103
HUGUR
Járnbúr skrifrœðis og skynsemi
101
loks verður einn þáttur tækniskynseminnar, reikniskynsemin, alls-
ráðandi. En félagsfræðingurinn Weber dró þá ályktun af þessu, rang-
lega að mínu viti, að framsókn tæknilegrar skynsemi væri óstöðvandi
og að við gætum ekkert gert til að draga úr úrbreiðslu þessa hugsun-
arháttar eða til að spoma við afleiðingum hans í samfélaginu.
Það er einmitt frelsi manna til sjálfstæðrar hugsunar og sjálfstæðra
athafna sem stafar mest hætta af reikniskynseminni og þar með
skrifræðinu. Frelsið sem hér um ræðir er ekki bara athafnafrelsi í
þeirri algengu merkingu að sá maður sé frjáls sem engum ytri
hindrunum mætir, þótt skrifræði hafi oft tilhneigingu til að rýra þetta
frelsi. Heldur er meira vert um hitt að til þess að skrifræðið geti
starfað eins og því er uppálagt, þarf að steypa alla í sama mælanlega
mótið. Þetta er nauðsynlegt til þess að reiknipúkinn geti reiknað út
hina réttu niðurstöðu; mennimir verða bara að beygja sig undir það
að lúta mælikvörðum eins og aðrir hlutir sem maðurinn mælir, ef þeir
vilja fá skynsamlega niðurstöðu.
Það er langt síðan „gildisskynsamir" menn komu auga á þessa
þróun og vöruðu við henni. Til dæmis Sigurður Nordal í skemmti-
legri grein sem hann kallaði „Samlagningu":
Sú stefna er nú mjög ofarlega í heiminum, að allt eigi að mæla og ekki
verði felldur öruggur dómur um neitt, nema hann sé á tölum reistur.
Þetta getur verið lofsvert, ef það er rétt skilið og í hófi haldið. (...] Ef
mælingamennimir næðu takmarki sínu, mundu menn á endanum verða
jafnblindir á sálarlíf sitt og annarra sem úr og almanök hafa gert þá
blinda á stjörnugang og sólarfar. Þeir mundu þá ganga með mann-
gildiskvarða í vasanum og leggja hann á hvern nýjan kunningja. Og
ættu þeir um tvær konur að velja, mundu þeir leggja þær inn á
hagstofu, láta reikna þær út og meta til hundraða og bíða hlutlausir
úrslitanna. En líklega tekur heilbrigður mannskapur í taumana, áður en
svo langt er komið.1<i
Það er rétt hjá Sigurði að það verðmætasta og mikilvægasta í
tilverunni verður ekki mælt með kvarða reiknipúkans. En um verð-
mæti og markmið er hins vegar hægt að ræða, og það meira að segja
af heilmikilli skynsemi, eins og skrif Sigurðar Nordal eru til vitnis
um. Því ef „skynsemi" á ekki gjörsamlega að tapa merkingu sinni þá
hljótum við að halda í þá skoðun að sum markmið séu skynsamlegri
en önnur, að eftirsókn eftir sumum verðmætum sé skynsamlegri en
15 Prentað í Áfangar, fyrra bindi (Helgafellsútgáfan, Reykjavík 1943), s. 231 og 232.