Hugur - 01.01.1991, Page 109

Hugur - 01.01.1991, Page 109
HUGUR Járnbúr skrifrœðis og skynsemi 107 Orð að sönnu, trúi ég, en í hverju er þessi takmörkun á „skyn- seminni" fólgin? Til að fá svar við því skulum við grípa niður í fyrirlestri hans „Starf stjómmálamannsins“ : [E]igi lýðkjörinn foringi að stjórna flokki, verður hann að eiga „sálarlausa" fylgjendasveit, eins konar andlega öreigastétt. Til að foringinn hafi hennar not, verður hún að hlýða í blindni, vera vél, eins og Bandaríkjamenn kalla. Hvorki má raska henni með hégómadýrð fyrirmanna né með því að halda fram eigin skoðunum. [...] Þetta er verðið, sem greiða verður fyrir að lúta leiðsögn foringja.26 Hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur draumur hans. segir Steinn Steinarr. Hvar er það frelsi sem þó átti aðeins að taka til hluta mannkyns, eða hluta mannlífsins? Ef náðarleiðtoginn lýðræðis- legi á að opna fyrir okkur skrifræðisbúrið, hvert liggur þá leiðin? Það er alla vega ljóst að hin „andlega öreigastétt" er ekki par frjáls. Hver er þá frjáls undan „algerum yfirráðum skrifræðislífsins"? Almenningur, eða sá hluti hans sem ekki fyllir þessa öreigastétt? Eða er leiðtoginn einn frjáls? Ég verð að játa að hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að gera upp við mig svörin við þessum spumingum. Þau liggja að minnsta kosti ekki alveg ljós fyrir í skrifum Webers, hvorki fræðilegum né öðrum skrifum. Og ekki hjálpar það að í merkilegri ritgerð sem hann skrifaði árið 1918, „Þing og stjórn í endurreistu Þýskalandi", víkur hann sér beinum orðum undan því að svara því hvemig halda megi í einhverjar leifar einstaklingsfrelsis. Og þó er undirtitill ritgerðarinnar „Framlag til gagnrýni á ráðsmennsku skriffina og flokkastjórnmála“.27 Ef til vill var hann þá orðinn eitthvað vondaufur um að nokkuð yrði eftir af frelsi manna? Þrátt fyrir þessa erfiðleika virðist mér líklegt að svarið sé að finna í greiningu hans á náðarleiðtogum og þeim „frelsandi" áhrifum sem þeir hafa stundum haft á fylgjendur sína. 26 Meimt og máttur, s. 178. 27 Sjá Wirtschaft und Geschellschafl, Viðauka II, (s. 1403). Á ensku er undirtitillinn: „A Contribution to the Political Critique of Officialdom and Party Politics.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.